Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 114
Goðasteinn 1998
áfram með því að sveigja fram hjá mér
í átt þangað sem hljóðið kom, og ekki
var sparað að skjóta, en þær voru of
hátt til að slys hlytist af, og heilar sneru
þær nú til baka. En eftir veiðimönn-
unum hef ég heyrt að þeim sárnaði
þetta, en svo skildu þeir ekkert í þess-
um karli sem var að skjóta bara beint
upp í loftið, löngu áður en gæsirnar
nálguðust hann, í staðinn fyrir að skjóta
á gæsirnar.
Slys
Ég sagði líka frá því tandurhreina
trausti sem þessi vinkona mín bar til
mín. Því ber mér líka að segja frá því
hvort ég hafi verið traustsins verður.
Hér úti í haganum er stórt stöðuvatn,
og í mörg ár hafa veiðimenn, vinir
mínir (bara vinir mínir), fengið að fara
þangað til að skjóta gæs að kvöldi til.
Oft sögðu þeir mér frá hvað gaman
væri að sitja þarna í húminu, og svo
væri spennan sem líka gerði að það
væri alveg dýrðlegt að vera þarna. Mig
var farið að langa til að prófa, og eitt
kvöldið fór ég og settist við vatnið. Það
voru engin ósannindi að verulega var
gaman að sita við vatnið, þar var
heilmikið að ske og allslags hljóð sem
bárust utan úr náttúrunni. En spennan
náði þó hámarki þegar margir tugir
gæsa komu fljúgandi rétt hjá, hvort
hægt væri að ná í eina. Vitanlega vissi
ég hvaðan minn hópur kom og hvað
þær voru margar, og það var alltaf í
huga mínum. Ef þurfti að afsaka fyrir
sjálfum sér þessar ferðir, þá er bara
mannlegt að hafa gaman af spennunni.
Svo var það eitt kvöld að úti á vatn-
inu sat gríðarstór hópur af fuglum.
Mínar gæsir blönduðu sér ekki í svona
hóp, þess vegna hlaut að vera óhætt að
skjóta, og það gerði ég, og hitti í eina.
Af framansögðu má vera ljóst hve
mikið mér brá þegar ég þóttist nú
þekkja vinkonu mína. Hvað hafði ég
gert, og hvað gat ég gert til að bæta
fyrir brot mitt? A leiðinni heim var
eina hugsunin að heiðra minningu
hennar með því að gera vatnið að
verndarsvæði fuglanna, griðarstað sem
þeir gætu alltaf treyst, og þangað
mundu þeir þá leita þúsundum saman,
þannig mundi hennar dauði bjarga
mörgum lífum. Það var eina sem var
verðugt hennar minningu. En eftir var
að bíða morgundagsins til að vita hvort
vantaði í hópinn, til að vera alveg viss.
Nóttin leið og þegar birti komu þær,
einni færri en átti að vera. Ég gekk í
áttina sem þær voru og kallaði, en til
einskis, engin viðbrögð. Og þannig leið
haustið. Þær sýndu ekki minnsta lit í að
þekkja okkur og flugu strax ef reynt
var að hafa samband við þær. Oft sást
til þeirra en það var tilgangslaust að
kalla. Ég sagði vinum og kunningum
að nú væri búið að skjóta hana, allir
lýstu leiða og sárindum. Það hlaut að
koma að því. Engum einasta manni
sagði ég frá raunum mínum en geymdi
þær einn með mér.
Nýtt vor
Svo kom vorið og tíminn nálgaðist
sem þær voru vanar að koma, því
fylgdi engin tilhlökkun af minni hálfu.
-112-