Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 277
ANNÁLAR
Goðasteinn
/
Einar Olafsson, Ægissíðu II,
Djúpárhreppi
Einar Olafsson fæddist á Þjótanda í
Villingaholtshreppi í Arnessýslu hinn
25. janúar 1934. Að honum stóðu
styrkir stofnar beggja vegna Þjórsár, en
foreldrar hans, sem eru báðir látnir,
voru hjónin Ingileif Guðmundsdóttir
húsfreyja frá Seli í Asahreppi og Olaf-
ur Einarsson bóndi og hreppsnefndar-
oddviti frá Þjótanda. Var Einar þriðji af
6 börnum þeirra. Eldri voru systurnar
Unnur og Hulda sem létust barnungar
með viku millibili ári fyrr en Einar
fæddist, en yngri voru Asta, sem lést
1986, Sesselja og Gunnar, og lifa þau
bæði bróður sinn. Einar ólst upp á
gestkvæmu og annasömu heimili á
Þjótanda, sem lá og liggur um þjóð-
braut þvera. Þar var rekið pósthús, sím-
stöð og verslun samhliða hefðbundnum
búskap, auk þess sem faðir hans var
einn af frumkvöðlum rútu- og vöru-
bílaútgerðar í Arnessýslu. Einar kynnt-
ist því bílum snemma og hóf þegar á
unglingsárum að aka hjá föður sínum,
og rak síðan eigin vörubíl frá 18 ára
aldri í röska þrjá áratugi. Einkum vann
hann fyrir Vegagerð ríkisins, Þjóð-
garðinn á Þingvöllum og einstaklinga
vítt og breitt um Arnesþing. Einnig
stofnaði hann verktakafyrirtækið
Skurðgröfuna s.f. snemma á 7. áratugn-
um í félagi við Björgvin Guðmundsson
og Guðmund ívarsson, sem þeir ráku í
allmörg ár, og voru í hópi þeirra fyrstu
sem tóku í notkun traktorsgröfur hér á
landi. Vegnaði Einari vel við störf sín,
laginn verkmaður og útsjónarsamur, og
lét jafn vel að lynda við samstarfsmenn
sem aðra er hann umgekkst.
1 einkalífi sínu var Einar hamingju-
maður. Hinn 6. desember 1958 kvænt-
ist hann eftirlifandi eiginkonu sinni,
Guðrúnu Guðmundsdóttur frá Ægis-
síðu í Djúpárhreppi, dóttur Guðmundar
Jónssonar bónda þar og konu hans
Sigurlínar Stefánsdóttur, sem bæði eru
látin. Bjuggu ungu hjónin á Þjótanda
frá 1962-1963, en fluttust þá að Ægis-
síðu og áttu þar heima síðan. Saman
varð þeim auðið fjögurra barna. Þau
eru Guðmundur, búsettur á Ægissíðu,
kvæntur Aðalheiði Högnadóttur,
Guðný, búsett á Hellu, Anna Sigurlín á
heima í Reykjavík; hennar maður er
Smári Baldursson, og Olafur, býr á
Ægissíðu með Steinunni Birnu Svav-
arsdóttur. Fyrir hjónaband eignaðist
Einar dótturina Eyju Þóru sem ólst upp
hjá móður sinni, Guðrúnu Einarsdóttur,
á Moldnúpi undir Eyjafjöllum, og býr
þar, gift Jóhanni Geir Frímannssyni.
Barnabörn Einars voru við lát hans 9
að tölu.
Einar lét af vörubílaakstri 1984 og
gerðist þá landpóstur í utanverðri
Rangárvallasýslu. Féll honum sá starfi
vel, enda reyndist hann þeim vanda
-275-