Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 236
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Kvenfélög
Kvenfélagið Eining, Hvolhreppi
í byrjun árs 1997 fjölmenntu konur í
sjónvarpið í þáttinn „Hjá Henrma Gunn“ í
skaí'renningi og kulda, og gekk allt vel
þrátt fyrir nokkra töf af völdum veðurs og
færðar.
Ársþing SSK var haldið í Félags-
heimilinu Hvoli í boði Kvenfélagsins
Einingar og Kvenfélags Fljótshlíðar, og
buðu sveitarstjórnir Hvolhrepps og Fljóts-
hlíðar fundarkonum til kvöldverðar að
fundi loknum.
Félagið sendi fulltrúa á málþing til
Húsavíkur í maí, þar sem fjallað var um
kvenfélögin í fortíð, nútíð og framtíð.
Einnig áttum við fulltrúa á Landsþingi KI
sem haldið var á Akureyri í júní. Gengið
var í hús á vegum KI og safnað fyrir svo-
kölluðu ABBI-tæki fyrir Landspítalann, en
tækið er nýkomið á markað og veldur
straumhvörfum á greiningu og aðgerðum
vegna brjóstakrabbameins. Seld voru
jólakort fyrir Sjúkrahússjóð SSK að vanda.
Sumarferðalag var farið í Árnessýslu að
þessu sinni og var farið að Geysi og í
Haukadal. Farið var í leikhús og sáum við
leikritið „Köttur á heitu blikkþaki.“
Ingibjörg Stefánsdóttir kom í heimsókn
með erindi um símennt, og var það bæði
fróðlegt og hvetjandi fyrir konur um tæki-
færi til að afla sér fræðslu og menntunar á
sem flestum sviðum.
Kvenfélagið hélt bingó fyrir páska, þar
sem páskaegg voru í vinninga, og jóla-
trésskemmtun fyrir börnin var haldin milli
jóla og nýárs. Kvenfélagið hefur undan-
farin ár fært Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli
jólastjörnur á aðventu, og var það einnig
gert nú.
Á haustdögum fóru konur í „menning-
arferð til Reykjavíkur". Farið var um há-
degi á laugardegi og byrjað á að heim-
sækja félagskonu, Kristínu frá Stór-
ólfshvoli, sem flutti til Reykjavíkur í vor.
Kristín og Ólafur tóku á móti okkur með
veisluborði eins og þeirra var von og vísa,
og sýndu okkur sitt fallega heimili að
Gljúfraseli 11. Viljum við þakka þeim
höfðinglegar móttökur og allt gott á
liðnum árum. Frá þeim var farið í Kola-
portið, og var það hið mesta ævintýri. Þá
skoðuðum við handverksmarkað, og þegar
konur höfðu bæði skoðað og verslað
dýrindis handunna listmuni, var farið í
Perluna þar sem við nutum útsýnis og
vættum kverkarnar fyrir kvöldið. Að því
loknu fórum við í Hlaðvarpann þar sem
við borðuðum saman og sáum revíuna „I
den“ eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur. Þótti
þessi ferð takast vel, og var ákveðið að
menningarferðin skyldi endurtekin að ári.
Fjáröflun kvenfélagsins var kökubasar í
byrjun desember, kaffisala á firmakeppni
hestamannafélagsins í maí og blómasala
fyrir bóndadaginn. Jólafundur er haldinn í
byrjun aðventu, þar sem konur gerðu sér
glaðan dag í tilefni jólanna.
Félagar í Kvenfélaginu Einingu eru nú
44 og stjórnina skipa: Bára Sólmundsdóttir
formaður, Elínborg Valsdóttir ritari og
Benedikta Steingrímsdóttir gjaldkeri. Með-
stjórnendur eru Hulda Björgvinsdóttir og
Guðrún Þorgilsdóttir.
Bára Sólmundsdóttir
-234-