Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 43
Goðasteinn 1998
gerðist það árið 1888 í mikilli leysingu
að lækurinn braut sig inn í nálega
þriggja metra háan bakka. Einn Torfa-
staðabænda, Gunnar Jónsson, fór um
vorið að aðgæta hvort ekki fyndist þar
mór. Ekki getur um það hvort hann
fann móinn en hann fann annað, sem
honum þótti athyglisvert. Hann fann
staurenda, sem stóð þar lit úr bakk-
anum miðjum, gróf hann þá kringum
staurinn og náði honum. Staur þessi var
fúinn að utan og til endanna, en innan í
miðju hans var um tveggja metra lang-
ur bútur, ófúinn og all digur. Þarna
kom líka í ljós nokkuð af hleðslugrjóti,
sem flutt hefur verið á staðinn.
Ekki athugaði Gunnar þennan forn-
Ieifafund frekar í það sinni. Um haustið
fór svo Gunnar ásamt sambýlismanni
sínum og leituðu þeir þá að fleiri minj-
um á þessum stað. Fundu þeir þá meira
af grjóti og sáu merki þess að þarna
hefði verið hús og staurinn, sem
Gunnar fann hafði verið mæniás í hús-
inu, en þeir fundu meira og merkilegra
en staurinn og hústóftina. Þarna komu í
Ijós nokkrir kvarnarsteinar, sem flestir
voru brotnir. Þó voru tveir heilir en
ekki voru þeir samstæðir eða úr sama
pari, en með því að raða brotunum
saman mátti fá tvö pör. Þarna fundu
þeir einnig nokkuð af fúnurn spýtum
og þar á meðal fjalarpart sem leit helst
út fyrir að vera úr kvarnarstokki eða
jafnvel úr kvarnarstokkum. Þær höfðu
verið negldar saman með trénöglum.
Fjöl fundu þeir þarna sem leit helst út
fyrir að vera úr rennustokki. Hún var
um einn metri á lengd og breiddin um
30 cm í breiðari endann. Lögun kvarn-
anna var mjög sérstæð, undirkvarnirnar
mjög kúptar að ofan en yfirkvarnirnar
íhvolfar, svo að hvor yfirkvörn hefur
fallið vel ofan á sína undirkvörn. Ann-
að parið var úr hraunsteini nokkuð
hörðum. Það óhapp skeði að bóndinn
tók heila kvarnarsteininn heim með sér,
hjó hann til og gerði úr honum hand-
kvörn, en af því að hann fékk ekki
nógu stóran stein á móti hjó hann utan
af steininum svo allt væri við hóf. Hitt
parið var úr útlendri steintegund, ekki
ólíkri þeirri, sem er í sandsteinsbrýn-
um, þó með þeim mismun að í kvarnar-
steininum var mikið af hörðum, svört-
uin og gljáandi eitlum, það parið var
nokkuð stærra um sig en hitt og orðið
mjög slitið. A yfirkvörnunum var gróp
fyrir segl út frá auganu. As af tré hafði
gengið gegnum allar kvarnirnar, sáust
vel leifar af honum, mjög fúnar. Þessi
ás hefur verið möndull vatnsmyllunnar.
A þessuni árum bjó sr. Skúli Gísla-
son á Breiðabólsstað. Hjá honum var
þá ráðsmaður sem hét Benidikt Dið-
riksson. Þegar Gunnar og félagi hans
unnu að uppgreftinum á mylluhúsinu
bar Benidikt þar að. Hann var greindur
maður og athugull. Hann skoðaði
þennan fornleifafund vandlega og benti
þeim á að afhenda hann Fornminja-
stofnuninni í Reykjavík, taldi hann að
sr. Skúli mundi taka að sér að koma
mununum á safnið. En svo bar við að
sr. Skúli lést skömmu síðar, þann 2.
desember 1888, og þá flutti Benidikt úr
Fljótshlíð og var þá ekki hirt um þessar
fornminjar um sinn og liðu svo sex ár,
-41-