Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 292
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Dánir
Einar. Kona hans, Þórunn Ólafsdóttir,
lést 1990. Yngst er Anna Helga, gift
Knúti Scheving. Jóna Sólveig, kona
Kristins, lést langt um aldur fram árið
1962. Börnin voru þá uppkomin, en sér
til fulltingis við heimilishaldið fékk
Kristinn mágkonu sína, Sigríði
Einarsdóttur. Hiin lést tveim árum
síðar. Eftir það hélt Kristinn heimili
upp á eigin spýtur, en átti, þegar fram í
sótti, sitt annað heimili hjá Önnu
Helgu, dóttur sinni og Knúti í Frey-
vangi 19, enda þótt hann nyti að sjálf-
sögðu nábýlisins við börn sín öll á
Hellu. Þá átti Kristinn náið og gott
samband hin síðari ár við Halldóru
Halldórsdóttur í Freyvangi 5, er var
honum holl og kær vinkona, sem hann
mat og virti mikils.
Kristinn var dagfarsprúður maður að
eðlisfari, viðræðugóður og hlýr í við-
móti, og lagði aldrei misjafnt til náung-
ans né tók undir slíkt. Hann hafði góða
reglu á lífi sínu og háttum í öllum
greinum. Hann var fróður og félags-
lyndur maður að eðlisfari, las bækur
sér til nytja og afþreyingar fram í and-
látið, söng með Karlakór Rangæinga
frá stofnun hans um árabil, og var lengi
virkur í Bridgeklúbbi Hellu. Kirkju-
rækinn var Kristinn svo af bar, og lét
sig sjaldan vanta á bekkinn í Odda-
kirkju. í því sem svo mörgu öðru naut
hann góðrar heilsu og krafta sem gerðu
honum kleift að aka bíl allt til loka.
Hann var því mikið á ferðinni og
áberandi í hinu litla þorpssamfélagi á
Hellu, sem hann prýddi sannarlega
með hæversku sinni og virðuleika.
Kristinn lést eftir skammvinn veik-
indi á Landspítalanum í Reykjavík
hinn 27. október 1997, 94 ára að aldri.
Með lífi sínu og störfum spann hann
gildan þráð í sögu byggðar á Hellu á
Rangárvöllum, sem eftir var tekið.
Hreppsnefnd Rangárvallahrepps hafði
ákveðið á fundi hinn 17. október, að
tilnefna Kristin heiðursborgara sveitar-
félagsins, og var ætlunin að heiðra
hann af því tilefni hinn 1. nóvember
1997. Þann dag var hann jarðsettur í
Odda.
Sr. Sigurður Jónsson í Odda.
Kristín^Oktavía Ingimundardóttir,
Asbraut 9, Kópavogi
Kristín Ingimundardóttir var fædd á
Siglufirði 8. október 1922 og lést á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur 23. júní 1997.
Foreldrar hennar voru hjónin Ingi-
mundur Sigurðsson og Jóhanna Arn-
grímsdóttir sem ættuð voru af Höfða-
strönd og úr Fljótum og því Skag-
firðingar að uppruna. Systkini Kristínar
voru 8 og við lát hennar eru 6 þeirra á
290-