Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 134
Goðasteinn 1998
maður þótti vera þar í sveitum“.32
Guðmundur ætlaðist til fulls og óskor-
aðs stuðnings af hálfu Páls, hafnaði
annars hjálp hans og ráðum, eftir því
sem segir í Pálssögu. Páll bauð stuðn-
ing sinn með því skilyrði að Guðmund-
ur drægi eigi undan „sinn góðvilja og
sín efni“.33 Guðmundur var hinn þver-
asti og hafnaði t.d. heimboði Páls.
Páll var hér í hinum mesta vanda og
framferði Guðmundar hefur líklega
gert út af við það að Páll risi í hæðir
eins og faðir hans sem helsti sáttasemj-
ari þjóðarinnar.
Þegar veldissól Oddaverja var mjög
til viðar hnigin, voru það kannski helst
Magnús biskup Gissurarson, Þorvaldur
Gissurarson og Þórður Sturluson sem
gátu tekið við sáttasemjarahlutverki
Jóns Loftssonar. I blóðugum átökum
Sturlungaaldar, einkum frá um 1235,
þar sem fulltrúar héraðsríkja bárust á
banaspjót, breyttust allar forsendur, í
stað fæðardeilna var skollið á stríð.
Innlendir menn réðu ekki við að gegna
hlutverki sáttasemjara og þá sá Noregs-
konungur sér leik á borði að gerast
friðstillir.
Að lokum. Hér að framan hef ég
velt fyrir mér hvort íslendingar hafi
litið á Jón Loftsson sem eins konar
konung og hann hafi jafnvel sjálfur
litið svo á. Ég held að menn ættu að
fara varlega í slíkum ályktunum. Ég tel
ekki að Jón hafi orðið helsti sáttasemj-
ari þjóðarinnar og þar með virtasti
höfðingi hennar vegna þess fyrst og
fremst að konungsblóð rann í æðurn
hans. Ekki hefur þingmannafylgi eða
völd í Rangárþingi valdið mestu um.
Persónuleiki hans og hæfni hafa skipt
meira máli og jafnframt góður efna-
hagur hans. Kringumstæður ollu því að
Jón gekk hér inn í hlutverk sem bisk-
upum var einkum ætlað á íslandi. í
augum samtímamanna sinna hefur
hann verið hálfgerður biskup og Páli
syni hans var ætlað að taka við af hon-
um. Aðalatriðið hér er það að fæðar-
samfélagið íslenska þurfti á að halda
öflugum höfðingjum sem voru til þess
búnir að gegna hlutverki góðgjarnra
sáttasemjara. Þetta hlutverk var vafa-
lítið til áður en biskupar komu til skjal-
anna og kom konungsvaldi sennilega
ekki mikið við. Tveir góðviljamenn
virðast hafa gegnt þessu hlutverki
sáttasemjara betur en aðrir, þeir Gissur
Isleifsson og Jón Loftsson, og hlutu
virðingu samtímamanna sinna í sam-
ræmi við það. Þeir voru því sem
ókrýndir konungar en ég efast um að
rétt sé að fara lengra með þá lrkingu.
TILVÍSANIR OG HEIMILDIR
1 Halldór Hermannsson, Sœmund
Sigfússon and the Oddaverjar.
(Islandica XXII, 1932). 11.
2 Gunnar Karlsson, Frá þjóðveldi til
konungsríkis. Saga íslands II (1975),
35.
3 Islensk bókmenntasaga. Ritstjóri
Vésteinn Ólason. I (1992), 281,360.
Armann Jakobsson, / leit að konungi.
Konungsmynd íslenskra konungasagna
(1997), 295-9.
-132-