Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 69
Goðasteinn 1998
af tímans tönn. Það er verk Guðrúnar
og var áður með ártali, 1836. Sama
safn á stafaklút hennar, einnig látúns-
skildi af söðli hennar. Á annan er letrað
G I D, á hinn 1837. Guðrún kom að
Holti undir Eyjafjöllum, til séra Björns
Þorvaldssonar, rétt eftir 1862. Prestur
tók henni með vegsemd og sýndi henni
staðarhúsin. I staðarskemmunni var
einn af gömlu, djúpu kvensöðlunum,
látúnsbúinn, heldri konu söðull. Þá var
ný söðlatíska að byrja að ryðja sér til
rúms. Séra Björn sagði um söðulinn:
„Að sjá þetta, þetta er eins og handa
andskotanum til að sitja í.“ Guðrún
brosti við og sagði: „Já, satt er það,
margt vita prestarnir. Hann mun vilja
hafa þá djúpa, blessaður.“ Svarið kunni
séra Björn vel að meta og varð úr hlát-
ur.
Jólakvæði Guðrúnar, sem hér fer á
eftir, er í raun ljóðabréf, sent vinkonu
hennar, Sigríði Benediktsdóttur hús-
freyju í Berjanesi í Landeyjum nálægt
1850. Sigríður var fædd árið 1799 í
Hvammi í Skaftártungu, dóttir
Benedikts Þórðarsonar skálda og fyrri
konu hans, Katrínar Jónsdóttur. Hún
giftist árið 1847 Jóni Þorsteinssyni
ekkjumanni í Berjanesi. Eftir Benedikt
skálda liggur margt ljóða. Eftir Sigríði
dóttur hans þekki ég aðeins eina vísu:
Meðan ég við matinn var
mitt var ágætt standið,
en upp í rækarls rúðurnar
rakti hún Guðrún bandið.
Ljóðabréfið er hér prentað eftir
handriti Sigríðar Árnadóttur frá Stóra-
Ármóti. Árni Isleifsson faðir hennar
var sonarsonur Guðrúnar á Kana-
stöðum.
Jólakvæði frá Kanastöðum
Sigríður mín, sælar nú,
ég sest í kjaftastólinn.
Þiggja skalt og þegi þú
um þetta eftir jólin.
Ræðst ég í að rita blað
með ryðguð pennatólin,
Sigríði að segja það
sem til bar um jólin.
Svei mér, ef ég þorði það,
því svo lág var sólin,
upp að festa í vefstað
einfalt1 fyrirjólin.
Angruð nú ég orðin er,
aum eru fjósatólin.
Fordjarfaði fráleitt hér
fúinn fyrir jólin.
Hér var engin hungursneyð,
harður er ekki skólinn.
Á kaffi, lummum, kjöti og graut
ki'æsti ég mig um jólin.
Ytri manninn allvel bjó,
í fór bláa kjólinn.
Hinn mun síður hafa þó
hertygjast um jólin.
-67-