Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 238
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Kvenfélög
Kvenfélagið Framtíðin, Ásahreppi
Kvenfélögin í Hellulæknishéraði skipta
raeð sér að bjóða heim ellilífeyrisþegum í
læknishéraðinu. í ár kom það í hlut okkar
félags. Við buðum til veislukaffis, sem var
í umsjón sumarhótelsins að Laugalandi í
Holtum. Séra Auður Eir var með helgi-
stund og kirkjukór Kálfholtskirkju undir
stjórn Eyrúnar Jónasdóttur söng. Þá sungu
nokkur börn úr Asahreppi undir stjórn
Eyrúnar. Mæting á samkomuna var góð.
Starfsemi kvenfélagsins á árinu var að
öðru leyti hefðbundin, við héldunt aðal-
fundinn okkar í Ásgarði á Hvolsvelli, var
það góð tilbreyting. Okkur í Kvenfélaginu
Kvenfélagið Freyja,
Að venju var í ýmsu að snúast hjá
okkur í Kvenfélaginu Freyju á árinu 1997.
Við vorum með veitingasölu við ýmis
tækifæri í félagsheimilinu okkar, Gunnars-
hólma. Einnig fóru konur frá okkur ásamt
fleiri kvenfélagskonum og sáu um veiting-
ar á héraðsvöku á Heimalandi og á HSK-
íþróttahátíð á Selfossi. Eins og vant er vor-
um við með heitt á könnunni á réttardag-
inn. En ekki gátum við tjaldað við réttirnar
stóra tjaldinu okkar þetta árið, út af slag-
veðursroki og rigningu (sem sumir vilja
nefna dæmigert kvenfélagsveður). En við
vorum svo heppnar að fá inni í fyrirtaks
hlöðu þarna rétt hjá, og þótti öllum gott að
komast í skjól, þegar réttunum lauk, og fá
kaffi og pönnukökur.
Við héldum okkar árlega góufagnað 15.
mars þar sem við buðum til okkar Karlakór
Rangæinga. Á hverju vori bjóðum við
okkur sjálfum og eiginmönnum með okkur
út að borða eina kvöldstund. í þetta skiptið
fórum við í Ásgarð og áttum þar gott
Framtíðinni vantar nýjar félagskonur til að
starfa með okkur til að hleypa nýju blóði í
starfið. Þetta á raunar við um ýmsan annan
félagsskap, það korna sveiflur í þessa starf-
semi, eitt er vinsælt í dag og annað á
morgun. Við þessu er ekkert að gera, e.t.v.
eiga kvenfélög framtíðina fyrir sér, e.t.v
ekki.
Stjórn félagsins er óbreytt frá fyrra ári,
hana skipa:
Jórunn Eggertsdóttir, formaður. Sig-
ríður Sveinsdóttir, ritari, Hlín Magnús-
dóttir, gjaldkeri.
Jórunn Eggertsdóttir
Austur-Landeyjum
kvöld. Við gróðursettum 60 greniplöntur
sem félagið fékk að gjöf. Við fórum í ferð
með eldri borgara, og var nú farið út í
Viðey. Garðyrkjunefnd SSK sendi okkur í
stjórninni í hringferð um sveitina að skoða
skrúðgarða, og var síðan einn af þeim
verðlaunaður, þ.e. garðurinn hennar Olmu
í Álftarhól. Á hverjum vetri halda kven-
félögin í báðum Landeyjum sameiginlega
þriggja kvölda spilakvöld. Eina nám-
skeiðið á árinu var í jólakortagerð þar senr
við fengum að kynnast mörgum sniðugum
útfærslum.
Við styrktum að vanda ýmis góð mál-
efni, seldurn jólakort SSK og almanök
Þroskahjálpar og styrktum leikhúsferð
skólabarnanna. Og síðast en ekki síst nefni
ég heintboð sem við fengum austur í
Mýrdal.
Stjórn Freyju 1997 var þannig skipuð:
Guðbjörg Albertsdóttir formaður, Helga
Bergsdóttir ritari og Guðrún Aradóttir
gjaldkeri. Guðbjörg Albertsdóttir
-236-