Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 96
Goðasteinn 1998
klárvígur og þjösnalegur í verkum, en
trúr húsbændum. Auk fjósaverka bar
hann vatnið í bæinn, malaði korn og
gerði ýmsa aðra snúninga. Ef illt var í
honum, þótti ekki gott að verða á vegi
hans þegar hann kom með vatnsföturn-
ar, því hann hélt sínu beina striki, og
æddi á hvað sem fyrir var, og var þá
betra að vera viðbragðsfljótur og víkja
fyrir karli, ef ekki átti illa að fara. Und-
antekning var þó prófasturinn og
skyldulið hans, nema Þorsteinn sonur
hans. Hann var gáskafullur og ódæll og
hætti til að erta Sigurð á einn eða ann-
an hátt. Fékk hann marga níðvísu hjá
Sigga og borgaði í sömu mynt. Honum
var létt um það, því hann var prýðilega
hagmæltur. Má nærri geta hvernig
samkomulagið hefur verið, ef dæma
skal eftir vísunum sem Þorsteinn fékk
hjá honum. Ekki var orð á því gert, að
Sigurður væri mikill hagyrðingur þótt
hann léti fjúka í kviðlingum við öll
tækifæri, bæði í gamni og stundum í
bræði, eins og gengur, og þá einnig í
alvöru blátt áfram. En ef samþjónar
hans létu í ljósi við hann að bragarhátt-
ur hans mundi vera eitthvað vafasamur
sagði hann: „Þú skilur þetta ekki
drengur minn, það er tóm Edda.“
Sigurður hafði það veglega embætti
á hendi, að opna kirkjuna fyrir pró-
fastsfrúnni á messudögum. Sat hann
alltaf í dyrabekknum að hurðarbaki.
Enginn mátti sitja þar hjá honum, og
lét hann fara sem mest fyrir sér, svo
ekki yrði á hann leitað, en þar var
þriggja manna sæti. Hann rækti þetta
embætti af mestu alúð og var fljótur að
rísa úr sæti ef komið var við kirkju-
hurðina að utan, en ef hann varð oft að
ljúka upp fyrir almúgamanni áður en
frúin birtist, gat hann illa dulið reiði
sína. Þótti hann ferlegur þegar hann
reiddist, búlduleitur og nasaflæstur,
ljóseygur og opineygur, augnabrúnir
dökkar og miklar og hárið úfið og
dökkt. Hann var meðalhár á vöxt en
feikilega sver og uppnefndur kaggi.
Frá Breiðabólsstað fór Sigurður að
Velli, til Hermanns sýslumanns. Réðu
því sveitarstjórar Hlíðar- og Hvol-
hrepps. A Velli var lengi búinn að vera
fjósamaður sem Þorsteinn hét, mein-
leysismaður, sem öllum á heimilinu var
vel við, og vildu ekki missa. En ráð-
andi menn í hreppunum vildu koma í
veg fyrir að þessir menn sveitfestust
hjá sér og sáu ráðið sem dugði, enda
alþekkt. Þeir voru látnir skipta, Þor-
steinn og Sigurður, Þorsteinn fór að
Staðnum, en Sigurður að Velli. Bæði
heimilin voru úrvals heimili og þeim
því ekki í kot vísað. En að minnsta
kosti Vallarhjón létu Þorstein nauðug
frá sér fara.
Þá koma sýnishorn af vísum Sigurð-
ar:
í Djúpadal ég bundinn beið
bölvunar á snaga,
organdi af hungri og neyð
alla mína daga.
Þessi vísa skýrir sig sjálf. Þó má
bæta því við að drengurinn hafði verið
bundinn við rúmstólpann þegar foreldr-
arnir voru frá bæ við vinnu sína. Það
-94-