Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 307
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Dánir
fylgdist einnig mikið með. Barnabörnin
eru löog 1 barnabarnabarn.
1964 tóku þau við félagsbúinu og
bjuggu á báðum jarðarhlutunum til
1983 þegar Sigurður og Marta stofnuðu
félagsbú á Eystra-Seljalandi með dóttur
sinni Auði og manni hennar. Þessi ár
voru uppbyggingarár nýbýlisins, fjósið,
hlaðan og fjárhúsin voru byggð á
árunum 1966 til 1968 og ræktaðir um
75 ha af túni, þannig að búið varð með
betri búum sveitarinnar, enda var Sig-
urður mikill búmaður, góður bóndi,
fylginn sér við störf, áræðinn og stór-
huga, keypti óhræddur nýjustu vélar
við búskapinn hverju sinni, hugsaði vel
um skepnur og jörð, þannig að honum
búnaðist vel. Sigurður var meira en
sáttur við sitt hlutskipti. Hann var glað-
ur hvern dag með eiginkonu sinni og
alltaf ef farið var að heiman voru þau
tvö saman og bíltúrarnir voru margir
austur í sveit að Núpi, þaðan sem hann
sá sólina koma fegurst upp að morgni.
Hann var sóknarnefndarmaður
Stóra-Dals-kirkju 1978-1986 og með-
hjálpari í kirkjunni 1974-1994, og eru
störf hans í þágu kirkjunnar þökkuð.
Hann var einnig húsvörður í félags-
heimili sveitarinnar að Heimalandi
1985-1994 og starfaði þar eins og það
væri hans, sem hann stæði vörð um.
Sigurður andaðist í sjúkrahúsi
Reykjavíkur 9. febrúar 1997. Útför
hans fór fram frá Stóra-Dalskirkju 15.
febrúar.
Sr. Halldór Gunnarsson í Holti.
Sigurjón Pálsson, Galtalæk, Landi
Sigurjón Pálsson var fæddur að Bú-
landsseli í Skaftártungu 9. september
1911, sonur hjónanna Páls Pálssonar
frá Syðri-Steinsmýri í Meðallandi og
Margrétar Þorleifsdóttur frá Á á Síðu.
Þau Páll og Margrét bjuggu í Búlands-
seli þar til í Kötlugosinu 1918, en þá
fluttu þau að Söndum í Meðallandi.
Hann ólst upp í foreldrahúsum, í hópi
systkina sinna við öll venjuleg sveita-
störf þess tíma, hann naut hefðbund-
innar barnafræðslu þess tíma en rúm-
lega tvítugur fór hann á Bændaskólann
á Hvanneyri og útskrifaðist búfræðing-
ur. Margrét móðir hans lést þegar
Sigurjón var á 13. ári, nýlega fermdur,
en faðir hans bjó áfram með börnin sín
og hafði sér til aðstoðar ráðskonur, þar
til hann hóf sambúð með Sigríði Sæ-
mundsdóttur. Hann fór ungur að fara til
vers eða 14 ára. Sótti hann vertíðir
vetur og vor en kom heim á sumrin og
haustin og lagði heimilinu lið. Með
árunum tók Sigurjón æ meiri þátt í
búskapnum á Söndum með föður
sínum og systur Jóhönnu uns hann tók
við búi árið 1941.
-305-