Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 165
Goðasteinn 1998
Þorsteinn Daníelsson, Guttormshaga:
Eftirleitir á Landmannaafrétti
árið 1931
Eftirleitarmenn á Landmannaafrétti
árið 1931 voru þessir:
1. Einar Þorsteinsson, Köldukinn,
um þrítugt. Fór á fjall
fyrir Karl Ólafsson,
Bjálmholti. Einar var í
Áfangagili í inneftirleið
kosinn fjallkóngur.
2. Gunnar Þorsteins-
son, Köldukinn, um hálf-
þrítugt, bróðir Einars. Fór
á fjall fyrir föður þeirra
Þorstein Einarsson.
3. Hinrik Einarsson
bóndi, Ölvisholti, hátt á
fimmtugsaldri. Fór fyrir
sjálfan sig.
4. Dagbjartur Gunnarsson, Mar-
teinstungu, 18 ára. Fór fyrir föður sinn
Gunnar Einarsson.
5. Þorsteinn Daníelsson, Guttorms-
haga, 18 ára. Fór fyrir föður sinn
Daníel Daníelsson. Þessir 5 fóru fyrir
Holtabændur.
Fyrir Landmenn fóru:
1. Elías Loftsson, Neðra-Seli, 24-25
ára. Fór fyrir föður sinn Loft Jakobs-
son.
2. Bjarni Jóhannsson, Lunansholti,
23-24 ára. Fór fyrir Jón Oddsson, Lun-
ansholti. Bjarni ólst þar upp.
3. Jón Jónsson, Lækjarbotnum, 19
ára. Fór fyrir föður sinn
Jón Árnason.
4. Sigurður Jakobsson
Sigurðsson, Skammbeins-
stöðum, 20 ára. Fór fyrir
Magnús Sigurðsson,
Leirubakka.
5. Skúli Þorleifsson,
Þverlæk, 18 ára. Fór fyrir
séra Ófeig Vigfússon,
Fellsmúla.
Nú, 1986, eftir 55 ár,
munu, að ég held, enn lifandi 6 af
okkur félögunum. Dánir eru: Einar í
Köldukinn, hann dó úr lungnabólgu á
næsta vetri 1931 eða 1932. Gunnar
flutti til Reykjavíkur. Hann dó fyrir
nokkrum árum, Elías Loftsson gerðist
togarasjómaður. Einhvern tíma á
stríðsárunum var togarinn sigldur á kaf
við England, og nokkrir menn drukkn-
uðu. Elías var einn þeirra. Hinrik, sem
var okkar langelstur dó fyrir nokkuð
mörgum árum, þá orðinn gamall, farinn
-163-