Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 142
Goðasteinn 1998
sér sínar erfðir, þá kom þó í einn
stað niður að Þorlákur byskup
fékk forræði á öllum stöðum fyrir
austan Hjörleifshöfða utan að
Þvottá og Hallormstöðum og það
hefir þar haldist jafnan síðan.20
Velta má fyrir sér hvort orðið „lén“
sé ekki til merkis um áhrif sunnan frá
Evrópu og sé því enn ein vísbending
um hvernig Oddaverjaþáttur dregur
dám af samtíma sínum.
Um þennan samning Þorláks við
Sigurð og aðra austfirska höfðingja er
getið í Arnasögu biskups:
Þetta sumar reið Árni biskup
fyrir norðan Sólheimajökul ok
rak biskupligt embætti um Aust-
firðíngafjórðúng, ok eptir tilskip-
an herra Jóns erkibiskups hóf
hann tilkall á alla staði, þá sem
[þar vóru; en þótt þat yrði með
nokkorum mótmælum af þeirra
hendi, sem þar héldu kirkna
eignir, fékk hann vald yfir flest-
um stöðum, utan Þváttá og Hall-
ormsstöðum; gengu því Austfirð-
ingar léttligar at þessu, at hinn
sæli Þorlákr, með ráði Eysteins
erkibiskups, hóf þat sama tilkall á
Svínafelli til Sigurðar Ormsson-
ar, ok hann jáði biskupi þeirri
kirkjueign; vóru ok eptir þessu
dæmi vel flestir staðir í hans vald
gefnir í Austfirðínga fjórðúngi.
En eptir kirkjuvígslu ok messu
skipaði hann staðinn í lén Sig-
urði, ok af þessu tiltæki biskups
hófst sá vandi, at höfðíngjar í
Austfjörðum skipuðu staði [með
ráði eðr samþykkt biskupa allt til
Árna biskups. En af því hann tók
öll kirkna forráð, af hverjum sem
áður hafði, undir sik, vóru marg-
ir tregir til at segja sér af hendi
þat áhald, sem þeir þóttust áðr
eiga.21
Lýsing Árnasögu er svo samhljóða
þeirri seni er í Oddaverjaþætti að lík-
legt má teljast að þær séu ættaðar úr
sömu smiðju. Sérstaka athygli vekur að
Árni er í raun að endurtaka verk Þor-
láks. Þorlákur fékk vald yfir sömu
kirkjustöðum og í báðum tilvikum eru
Þvottá og Hallormsstaðir undan skilin.
Síðan fer Árni til Odda sem er prófmál-
ið, nákvæmlega eins og í Oddaverja-
þætti, en í þetta sinn vinnur kirkjan
málið.
Það má kallast merkilegt að Árni og
Þorlákur skuli fara nákvæmlega eins að
og kemur aðeins tvennt til. Annað
hvort hefur Árni fylgt fordæmi Þorláks
eða búið það til, hegðun Þorláks í þætt-
inum er mótuð af hegðun Árna. Hvað
sem því líður má ljóst vera að árangur
Þorláks í staðamálum er svo lítill að
útilokað er að hann hafi fylgt þeim eftir
nema með hálfum huga. 1 Oddaverja-
þætti er hann sagður láta undan og
þessi skýring gefin á: „því hyggja
menn að Þorlákur byskup mælti þessi
orð, að hann fann að alþýðan fylgdi
Jóni um kirkjumálin, vægði hann því
að sinni, að hann sá öngvan ávöxt á
vera þótt hann héldi fram, en mikinn
140-