Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 168
Goðasteinn 1998
var í nýlegum klofháum stígvélum,
mjög víðum að ofan, og þegar þau voru
brett niður fyrir hné voru þau eins og
skötubörð í allar áttir. Eitt kvöldið við
Hellinn var nýbúið að setja upp kaffi-
vatn. Prímusinn stóð á miðju gólfi.
Hinrik kemur að utan og spyr um kaff-
ið, honum er sagt að það komi fljót-
lega. Hann gengur um gólf og segir
mönnum til syndanna. Þá verður
honum það á að koma heldur nærri
prímusnum og skötubörð stígvélanna
slást í ketilinn svo hann hrapar út á
gólf, vatnið skvettist niður og að tölu-
verðu leyti yfir aðra stígvélaða löppina
á Hinriki. Hann rekur upp skaðræðis-
öskur og hoppar um á öðrum fætinum.
Við sáum ekki betur en hann væri stór-
slasaður. Þó vissum við sumir að vatnið
var ekki meira en nýmjólkurvolgt og
því ekki hægt að brenna sig á því, þó
hann hefði verið berfættur. Fljótlega
áttuðu menn sig á að hér hafði ekki
orðið slys, svo menn tóku gleði sína á
ný.
Drykkjarkanna í hausinn
Samkomulagið hafði verið ágætt og
enginn skipt skapi, þó menn gerðu grín
hver að öðrum. Síðasta kvöldið í ferð-
inni, í Afangagili, lá við að illa færi. Þá
nótt voru allir í kofanum, Landmenn
uppi á palli, við Holtamenn niðri. Það
var kallað í neðri deild. Þversum yfir
miðjum kofanum var biti milli vegg-
lægja. Þar röðuðum við drykkjarílátum
okkar og öðrum smáhlutum. Það var
komið kvöld, flestir vorum við búnir að
útbúa bælin okkar, höfuðin út að vegg,
fætur út á gólfið. Við vorum þrír öðrum
megin, hinum megin Einar fjallkóngur
og þar héldum við að Hinrik yrði líka.
Hann var úti við og ekki farinn að laga
um sig. Nú kemur hann inn með reið-
inginn, sem hann ætlaði að liggja á og
segir að hann ætli að snúa haus inn að
palli en fótum til dyra, við séum fyrir
og verðum að flytja okkur. Um leið
hlammar hann sér niður og þrumar.
„Hér verð ég.“ Skúli hafði staðið á
pallinuni og stuðst fram á bitann og
fylgst glottandi með neðrideildarmönn-
um. Þá hendir hann það óhapp að koma
við eina drykkjarkönnuna svo hún datt
niður og lendir beint á hausnum á
Hinriki um leið og hann sest. Kannan
var töluvert þung og höggið því heil-
mikið, enda þaut Hinrik upp og virtist
nú ofsareiður og spyr Skúla hvort hann
hafi ætlað að drepa sig og hótar honum
nú öllu illu. Skúli biður afsökunar og
segir eins og var, að hér hafi verið um
algert óviljaverk að ræða.
Einar fjallkóngur og fleiri tóku
undir það og báðu Hinrik að stilla sig
og minntu hann á að fyrir fáum árum
hefðu tveir fullorðnir karlmenn flogist
á í illu, út af tómum heypoka, hér í
Áfangagili. Það þótti saga til næsta
bæjar. Nú skyldu menn jafna málin á
skemmtilegri hátt. Hinrik féllst á það,
og menn enduðu þessa síðustu kvöld-
vöku með söng.
Engill án vængja
Að Galtalæk komum við á heimleið
af afréttinum. Það var held ég föst
venja, sem Galtalækjarhjón vildu ekki
-166-