Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 117
Goðasteinn 1998
Þeir sem voru þar á slóri
þennan bjarta vordaginn
þekktu strax að þessi stóri
það var sýslumaðurinn.
Eftir dagsins klögukæru
kannski fær í verkalaun
að verða sviptur sæmd og æru
og sendur beint á Litla-Hraun.
Bregðist þetta vorum vonum
og verði piltur settur inn,
ætlar að líta eftir honum
yfirdýralæknirinn.
Enginn veit um endasprettinn
eða hvað nú gerast kann,
síðan að sá gamli glettinn
gelti fyrir sýslumann.
Skýringar
Bragurinn þarfnast nokkurra skýr-
inga. Þorlákur frá Eyjarhólum var á
árum áður þekktur geldingamaður og
stundaði hann hjálp við sjúk dýr, á
meðan enginn dýralæknir var á svæð-
inu. Fékk hann til þess tæki, tól og efni
hjá yfirdýralækni, sem var góður vinur
hans og treysti honum vel til verka,
þótt óskólagenginn væri í faginu. Þegar
dýralæknir kom á svæðið fór hann að
amast við Þorláki sem orðinn var full-
orðinn og fluttur á Selfoss síðustu árin.
Hann hélt þó uppteknum hætti með
geldingarnar, bæði á Selfossi og þar í
kring, en einkum austur undir Eyja-
fjöllum og í Mýrdal. Dýralæknir lagði
á endanum fram kæru og sendi sýslu-
manninum í Rangárvallasýslu. Þar lá
kæran lengi óafgreidd, en um síðir vís-
aði sýslumaður henni til kollega síns í
Arnessýslu, en þar var lögheimili Þor-
láks. Fór nú að fara um Þorlák og leit-
aði hann til yfirdýralæknis vinar síns
um aðstoð. Yfirdýralæknir sagði hon-
um að úrslit mála væru Ijós, „og skal
ég heimsækja þig á Litla-Hraun, gamli
vinur“.
Sýslumaður Arnessýslu var mikill
hestamaður, og hafði Þorlákur meðal
annars gelt fyrir hann.
Um þetta leyti var haldin árshátíð
hestamannafélagsins Sindra. Undirrit-
aður var fenginn til að skemmta mönn-
um og flutti þar þennan brag við ágætar
undirtektir og fékk Þorláki blaðið með
vísunum á að kveðskap loknum.
Var nú kallað til dómþings og réttað
í máli dýralæknisins gegn Þorláki. Sótti
hann málið hart, en varnarræðu sinni
sem var mikil og vel samin og Þorlákur
flutti sjálfur, lauk hann með því að lesa
upp þennan brag. Varð mikill hlátur í
dómssal, og hló sýslumaður manna
hæst. Þegar hlátur rénaði og menn
máttu mæla, úrskurðaði sýslumaður
umsvifalaust að kærunni væri vísað frá.
Þorlákur varð af þessum úrslitum
hróðugur mjög, og lengi á eftir las
hann braginn yfir mönnum, þegar mál
þetta bar á góma.
KVEÐJA Á SJÖTUGSAFMÆLI
I starfi mínu að félagsmálum hesta-
manna átti ég því láni að fagna að
kynnast fjölda mætra manna. Einn af
þeim var Pétur Jónsson á Egilsstöðum.
Eg sendi honum sjötugum þessa af-
mæliskveðju:
-115-