Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 228
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Sóknir
Fellsmúlaprestakall
Skarðs-, Haga- og Marteinstungusóknir
Skarðssókn
Hinn 1. des. 1997 voru sóknarbörn
Skarðssóknar 106 talsins, 51 kona og 55
karlar.
Kirkjustarf í Skarðskirkjusókn er með
hefðbundnu sniði, að öllu jöfnu messað
einu sinni í mánuði auk stórhátíða. Barna-
stundir eru að jafnaði í guðsþjónustum en
auk þess er kirkjuskóli á veturna í sam-
vinnu Fellsmúla- og Kirkjuhvolspresta-
kalls við Laugalandsskóla. 3 börn voru
borin til skírnar sem tengdust Skarðskirkju
og 2 ungmenni fermd. Fernt af samferðar-
fólki okkar var jarðsungið í Skarðskirkju-
garði.
Kirkjukór Skarðskirkju leiðir kirkju-
söng í guðsþjónustum og öðrum athöfnum
en stjórnandi hans er Anna Magnúsdóttir á
Hellu. Hann æfir að jafnaði hálfsmánaðar-
lega á veturna.
Kirkjan er hituð upp með heitu vatni og
er henni og garðinum vel við haldið. Um
þessar mundir er í vinnslu legstaðaskrá
fyrir kirkjugarðinn.
í sóknarnefnd sitja Guðni Kristinsson,
Skarði, formaður, Elínborg Sváfnisdóttir,
Hjallanesi og Margrét Gísladóttir, Vindási.
Safnaðarfulltrúi er Magnús Kjartansson,
Hjallanesi.
Hagasókn
53 sóknarbörn tilheyrðu Hagasókn I.
des. 1997, 24 konur og 29 karlar. Um
kirkjustarf í Hagasókn er það sama að
segja og í Marteinstungursókn. Guðsþjón-
ustur eru haldnar til skiptis í kirkjunum og
sameiginlegur kór syngur við guðsþjónust-
urnar og aðrar athafnir. Kirkjuskólinn á
Laugalandi er fyrir börnin í þeim hreppum
sem standa að skólanum, þ.e. Holta- og
Landsveit og Ásahrepp.
1 sóknarnefnd sitja Þórdís Ingólfsdóttir,
Kambi, formaður, Guðni Guðmundsson,
Þverlæk, og Guðrún Kjartansdóttir,
Stúfholtshjáleigu. Safnaðarfulltrúi er Jón
Pálsson, Stúfholtshjáleigu.
Marteinstungusókn
Þann 1. des. 1997 voru sóknarbörn í
Marteinstungusókn 68 talsins, 33 konur og
35 karlar. I sókninni er kirkjustarf með
taktbundnu sniði. Þar er messað að jafnaði
annan hvern mánuð, auk helgihalds
stórhátíðanna. Þess á milli eru börnin borin
til skírnar, ungmennin fermd og samferða-
menn kvaddir. Sameiginlegur kór Mar-
teinstungu - og Hagakirkju leiðir söng í
guðsþjónustum þessara kirkna en organisti
er Hanna Einarsdóttir í Birkiflöt.
f sóknarnefnd sitja Vilborg Gísladóttir,
Fosshólum, formaður, Jóna Valdimars-
dóttir, Raftholti og Katrín Samúelsdóttir,
Pulu. Safnaðarfulltrúi er Olgeir Engil-
bertsson, Nefsholti.
-226-