Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 108
Goðasteinn 1998
Grétar Haraldsson, Miðey:
Grágæsin
Við gerðum okkur til skemmtunar
vorið 1990 að taka eitt af sex grágæsar-
eggjum úr hreiðri og fara með það
heim, setja það í dall sem komið hafði
verið ljósastæði í og hita
það með peru til þess að
klekja því út. Við snerum
því tvisvar á dag, allt eftir
reglum sem við vissum
að til þurfti. Og sjá, allt
gekk að óskum, eftir
eðlilegan tíma kom
breiður grár goggur í
gegnum skurnið og braut
utan af rennblautum
vesaling, sem reyndar á
stuttum tíma þornaði og
sýndist þá miklu stærri.
Bráðlega stóð hann á fætur og skim-
aði um þetta þrönga svið, ef hann varð
var við hreyfingu ofan frá, hallaði hann
höfðinu sitt á hvað eins og hann sæi
betur bara með öðru auganu, svo
reyndi þessi litli mjúki hnoðri að teygja
sig til að sjá upp fyrir barma þessarar
prísundar.
Annars var hann ekki einn þarna
niðri, því á heimilinu voru til endur
(tamdar endur) og líka voru þarna
ungar að koma úr þeirra eggjum. Allir
voru reiðubúnir að stússast við þessi
nýju líf og sjá til þess að þau skorti
ekki neitt, gefa þeim vatn, ungafóður
og reyta gras eða arfa banda þeim, sem
alltaf var verið að skipta um.
Fljótt kom í Ijós að meiri vandi var
að fóðra gæsina en end-
urnar, hún vildi eiginlega
frekar gras, eða kornið af
grasinu, og svo þurfti
helst einhvern til að kenna
henni að borða, og það
tafði þroska hennar, betra
hefði verið fyrir hana að
vera með rétta móður hjá
sér. Því varð hún fullorðin
heldur minni en aðrar
gæsir.
Alveg lagaði hún sig
þó smám saman að lifnaðarháttum
andarunganna, sem hún ólst upp með,
enda kynntist hún ekki öðru í uppvext-
inum. Hún lærði að nota sama kofann
til að sofa í á nóttunni, og vafra um
varpann á daginn, lærði að borða
fóðurbætisköggla eins og kúnum voru
gefnir þegar hún stækkaði, og henni
þykir þeir enn mjög góðir.
Þetta sumar flaug hún lítið, kannski
vegna þess að andarungarnir sem hún
var með flugu ekki, og hún vildi alltaf
vera hjá þeim. Fyrsta veturinn héldu
þau öll til í kofanum þegar snjór var og
kalt í veðri. Þegar voraði fór hún lengra
-106-