Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 177
Goðasteinn 1998
uin þeirra ferðalag og hann sagði okkur
að þau hefðu lent í ýmsum hremm-
ingum, allt fullt af snjó og þau festu sig
hér og hvar, brutu framöxul og þurftu
að skipta um hann. En það stóð nú ekki
fyrir þeim. Versta festan var að þeirra
sögn í Hvanngiljakvísl, en þeir sögðust
hafa verið í nokkuð góðu veðri öfugt
við okkur hina.
7. október
Ekki var öll nótt úti enn, hvað
veðrið snerti, við vorum ekki fyrr
komnir í svefnpokana en við heyrðum
að það var komið hávaðarok aftur, en
ekki ofankoma. Um nóttina var virki-
legt óveður, skúrinn skalf og nötraði
svo mikið að varla var svefnfriður.
Þetta er þó besta húsið okkar á afrétt-
inum, 4x10 metrar, vel frágengið á
allan hátt og mjög vel niður njörvað.
En allt tekur enda, þegar við fórum
að hreyfa okkur um morguninn sem
var 7. október var mikið frost, svo við
vorum hræddir um að bíllinn færi ekki
í gang, en það hafðist. Það mátti segja
að rokið hefði verið til stórbóta, því
það reif og tætti snjóinn, svo það var
miklu betra færi á eftir, bæði fyrir
menn og hesta, og svo var líka hægara
fyrir Svein að sjá hvar fært var fyrir
bílinn.
Þennan dag ætluðum við að smala
fram Tungná. Við áttum eftir að smala
innri hálsinn og niður með Köldukvísl,
en þetta er stórt svæði og oftast fé þar í
seinni leit. Við vorum þrír á hestum og
röðuðum við okkur á þetta svæði. Eg
var uppi á hálsinum og Sigurður og
Arnar þar fyrir neðan. Það var slæm
færð í innri hálsinum en fór batnandi
og þegar við komum í fremri hálsinn
var mun minni snjór.
Er við komum suður undir Grens-
hóla rákumst við á tvö lömb sem var
það eina sem við fundum þennan dag-
inn. Alltaf var sami norðan stormurinn,
ekki hægt að segja það væri rok, en
þungur vindur.
Þegar við komum að gljúfrinu fyrir
innan kláf, var eins og við kæmum í
annan heim. Þar var marauð jörð og
bara nokkuð gott veður. Þegar við
fórum niður með Gljúfrinu sáum við
hvar hesturinn, sem við töpuðum á
þriðja degi, var á beit og rákum við
hann fram að kláf. Það var eins og
hann væri hræddur bæði við hesta og
menn. Þetta hafði alltaf verið lússpakur
hestur og barnþægur, en nú urðum við
að koma honum í aðhald og ætluðum
við ekki að hafa að handsama hann.
Hesturinn var gjörbreyttur og varð
aldrei jafngóður eftir þetta, það var
auðséð að hann hefur orðið yfir sig
hræddur.
Jæja, gott var nú að vera kominn að
kláfnum eftir erfiða ferð. Ekki þorðum
við annað en að fara í Hnausinn og
Stóru-Hestatorfu.
En nú skal sagt af ferðum Sveins.
Þegar hann fór frá Hvanngiljunum festi
hann bílinn í kvíslinni, þeirri sömu og
daginn áður, en ekki eins illa og þá. Nú
varð Sveinn að fara fyrir neðan Búðar-
háls og niður með Klifshagavallakvísl-
inni. Svo þurfti hann að þræða sig með
Köldukvíslinni, en þar var gömul slóð.
-175-