Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 36
Goðasteinn 1998
alltaf Ríinhildi en ekki Rúnveldi eins
og hún hét. Eiríkur taldi víst að kona
sín væri að Tjörnum og krafðist þess að
fá að tala við hana, svo að hann gæti
fengið hana til þess að koma heim aftur
því börnin væru hjálparlaus í bænum.
Loftur segir Eiríki að Rúnveldur sé
ekki á sínum bæ, en hann geti reynt að
tala við Jón í Austurbænum, hann viti
kannski eitthvað um hana, og spyr um
leið: „En hefur þú ekki Finnu?“ „Nei,
sagði Eiríkur, „þegar Rúnhildur var
farin, þá stökk Finna.“
Eiríkur þurfti mikið að ganga á eftir
konu sinni, að fá hana til sín aftur, en
svo fór að hún gerði það. Þegar hann
fór til Ameríku eftir að hann hafði gerst
mormóni, fór hún með honum en and-
aðist í hafi á leiðinni þangað.
Einu sinni þegar Loftur Guð-
mundsson var spurður að því hvers
vegna hann héldi að Eiríkur hefði gerst
mormóni, þá svaraði hann: „O, ætli það
hafi ekki verið af því hann vissi að
mormónar mega eiga fleiri en eina
konu samkvæmt þeirra trúarbrögðum.“
Hún á sér pilt!
Rúnveldur kona Eiríks á Brúnum
þótti mjög svo málgefin og fljót til
svara, en hún þótti einnig hin mesta
gæðakona. Loftur faðir minn var jafn-
aldri eins sona hennar og lék sér oft
með krökkunum á Brúnum, og þekkti
því vel til þar. Alltaf minntist hann
Rúnveldar með mestu vinsemd og
virðingu.
Einhverju sinni var kaupakona að
Brúnum. Hún hafði ekki verið þar lengi
þegar í ljós kom að hún var ófrísk.
Sunnudag einn fór Rúnveldur til
messu að Krossi og var kaupakonan í
fylgd með henni. Rúnveldur kynnti
kaupakonu sína fyrir kirkjufólki því
sem þarna var, og bætir svo við: „Og ef
ykkur finnst hún digur, þá á hún sér
pilt.“
Dyravörður í drottins húsi
Gömu! kona var komin á sveitina og
gekk á milli bæja. Að lokum hafnaði
hún á einum af betri bæjunum í sveit-
inni og lagðist þar í kör.
Ekki þótti gömlu konunni of vel við
sig gert og var heldur óánægð. Hún
hafði það fyrir sið að tala mikið við
sjálfa sig og eitt sinn var það að ein-
hver lagði eyru að því sem gamla
konan var að tauta, og það var þá þetta:
„Bráðum dey eg og fer til himna-
ríkis og þegar eg er þangað komin þá
verð eg dyravörður í drottins húsi. Og
þar koma nú margir og vilja komast
inn, og eg hleypi öllum inn. En svo
kemur húsfreyjan á Hemlu og vill
komast inn, en þá segi eg: Nei, hér ferð
þú ekki inn, þú getur verið áfram í
búrinu þínu á Hemlu.“
-34-