Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 158
Goðasteinn 1998
arfljóti í Fljótsgili, og er suðurendi Sátu
á móts við Krókinn eins og áður er
getið. Norðurendi Sátu er klofinn að
endilöngu, eru það kallaðar Tvíeggjar.
Sáta er all vel gróin sunnan í móti en
norðan og vestan er hún nánast gróður-
laus.
Suður af Sátubotnum er farið yfir
nokkuð stóra kvísl sem er nefnd Torfa-
kvísl, kemur hún ofan úr Jökultungum
og Grashaga. Grashagafitjar eru niður
af Grashaga á milli Sátubotna og
hryggjarins norður af Torfatindi.
Lægðin milli Sátu og Torfatinds er
gamall vatnsbotn, Torfalón, sem sjá má
af setlögum, sem sjást í giljum á þessu
svæði. Þar hafa fundist mosaleifar sem
taldar eru 9.500-10.500 ára gamlar.
Síðar hefir þetta vatn fengið framrás
um Markarfljótsgljúfur og grafið þau í
hamfarahlaupum (sjá árbók Ferðaf. Isl.
1988; Vörður á vegi).
Þegar komið er yfir Torfakvísl er
farinn nokkur spölur eftir sandi, þá
liggur leiðin í gegnum skarð norðan
undir Torfatindi. Skarð þetta heitir
Álftaskarð, blasir þá við Álftavatn þeg-
ar komið er í austurenda skarðsins. Til
hægri handar þegar við erum í þann
veginn að koma í gegnum skarðið er
allhár klettur. Sunnan í honum er stór
skúti, inni í honum var grjóti hlaðið
upp að berginu. Var þar með kominn
kofi, þar sem oft var legið í seinni leit- !
um. Margir sem þar gistu settu fanga-
mark sitt og ártöl á bergið til marks um
að þar hefðu þeir gist, sjást þar nokkur
allgömul ártöl. Var þetta skjól nefnt
Álftavatnsból eða Álftaskarðskofi.
/
Leiðin frá Alftaskarði að Torfahlaupi
Sunnan við Álftaskarð er Torfa-
tindur en norðan við er hryggur inn af
Torfatindi sem nær langleiðina að Jök-
ultungum. Venjulega kallaður hrygg-
urinn inn af Torfatindi.
Álftavatn er austur af Torfatindi.
Ekið er meðfram vatninu að vestan í
vatnsborðinu þegar farið er að Torfa-
hlaupi, sem síðar er vikið að. Við suð-
urenda Álftavatns er lítið vatn sem
Torfavatn heitir. Mjótt sandrif aðskilur
vötnin en lítil kvísl rennur á milli. I
Álftavatni drukknaði árið 1838 bóndi
frá Fljótsdal, innsta bæ í Fljótshlíð, er
hann reið út í vatnið á eftir álftum í
sárum. Hann hét Benedikt Erlingsson,
Þá var það nokkuð þekkt að stundaðar
væru álftaveiðar á meðan þær voru í
sárum. Þótti víst gott búsílag. Með
Benedikt var dóttir hans Ragnhildur 15
ára og komst hún til byggða og sagði
frá þessu slysi en lík Benedikts var
slætt upp nokkru síðar. Benedikt hafði
yndi af að fara til fjalla sem fram kem-
ur í vísu eftir hann og er hún á þessa
leið:
Mín er kœti að kanna og sjcí
kletta strceti fjalla.
Heims fágæti öðru á
eins hefmœtur valla.
Austan við Álftavatn rís all hár fjall-
hryggur, Brattháls, vel gróinn á suður-
hlið. Bláberja og krækiberjalyng er þar
ríkjandi gróður, norðurhlíðin ógróin.
-156-