Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 172
Goðasteinn 1998
fyrir um 40 hross, svo nóg var plássið
að þessu sinni. Það voru skúrir seinni
part dagsins en um kvöldið gerði norð-
vestan illviðri með snjókomu og
slyddurigningu sem hélst alla nóttina
og fram á miðjan næsta dag. En þá fór
fyrst að lagast og var ágætt seinni part-
inn.
1. október
Við fórum seint af stað þann 1.
október. Astæðan fyrir því var sú, að
þegar við fórum að hreyfa okkur um
morguninn var allt hvítt af snjó. Það
þykir nú ekki gott í seinni leit að hafa
ekki sæmilegt skyggni svo við biðum
eitthvað fram á morguninn með að
leggja Tann. Akveðið hal'ði verið að
byrja að smala inni í Þúfuveri, sem við
og gerðum. Veðrið fór batnandi eftir
því sem leið á daginn og einkum er við
komum innar á afréttinn. Við fundum
engar kindur þennan dag, en Valgarð
varð fyrir því óhappi að tapa hesti frá
mér, rétt fyrir framan Ferðamannaöldu.
Hann tók sprettinn suður afréttinn svo
við urðum að láta hann eiga sig.
Allir komum við í Gásagust, þar
sem við ætluðum að liggja næstu nótt.
Mér þótti hart að missa hestinn svona
út í loftið, svo ég fór á eftir honum. Ég
var á mjög röskum sex vetra fola, sem
kom sér vel, því þetta var löng leið. Ég
fór alla Ieið fram að Svartagili, ég rakti
förin þangað og sá að hann hafði ekkert
hikað neinstaðar. Ekkert þýddi að halda
leitinni áfram enda farið að rökkva, svo
ég sneri við. A leiðinni til baka lenti ég
í kolsvarta myrkri og mátti þakka fyrir
að finna Gásagust í Þúfuveri.
Nú er að segja frá Sveini í Lækjar-
túni. Hann fór með Guðrúnu ráðskonu
inn í Gásagust og skildi hana þar eftir
ásamt farangrinum, hún ætlaði að hafa
til mat þegar við kæmum. Síðan fór
hann inn á Háumýrar og alla leið að
Miklukvísl, sem við köllum. Þar sá
hann 2 kindur fyrir norðan Þjórsá, þær
voru fyrir innan Arnarfellskvíslar.
Hann fór yfir ána á vaði sem þarna er
og kallað er Arnarfellsvað. Hann komst
mjög nærri fénu, var með góðan sjón-
auka og sá yfirmarkið á þeim. Hann
var með markaskrá sem hann fann
markið í og reyndist það vera úr
Biskupstungum. Við vissum að þar var
riðuveiki svo við létum þær vera, enda
áttu Hreppamenn að taka þær. Við lét-
um þá vita af þeim strax og eitthvað
heyrðist frá okkur. Svo fór Sveinn í
Eyvindarver og fram á Biskupsþúfu og
leit í Sporðinn en sá ekkert fé.
Af okkur er það að segja að við
vorum allir í Gásagusti um nóttina.
2. október
Nú ætluðum við að smala með innri
Eyvindarkvísl, Svörtubotna og Há-
gönguhraun, inn í Vonarskarð og allt
þar á milli. Við vorum búnir að ákveða
að fara bara á bílnum þennan dag og
það gerðum við. Þegar við vöknuðum
um morguninn var allt hvítt af snjó en
nokkuð hlýtt svo það leit ekki sem
verst út. Það rættist vel úr þessum degi,
veðrið var gott framan af en snjóél
seinnipartinn. Okkur gekk vel að leita
og fundum 3 kindur í Svörtubotnum;
þær voru frá Jónasi í Kállbolti. Síðan
-170-