Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 212
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Sveitarfélög
stefna að minnast þess einnig að 50 ár voru
liðin frá stóra Heklugosinu 1947. Til þess
að kynna afmælisdagskrána var því efnt til
blaðamannafundar á toppi Heklu á pálma-
sunnudag þ. 23. mars, þegar einungis viku
vantaði upp á að rétt 50 ár voru liðin frá
upphafi gossins. Var farið þangað með hóp
af blaðamönnum, með dyggri aðstoð
Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu. Þetta
tiltæki vakti mikla athygli fjölmiðla og
fékk byggðarafmælið nokkra umfjöllun
fyrir vikið. Atburðir tengdir byggðaraf-
mælinu og Heklugosinu voru þessir
helstir:
í mars fóru fram leiksýningar í Hellu-
bíói og kvöldtónleikar í Oddakirkju.
1 apríl voru haldnir kóratónleikar á
sumardaginn fyrsta.
I maí var haldin þemavika í Grunn-
skólanum á Hellu, sem lauk með glæsilegri
vorhátíð þar sem flutt var söng- og leik-
verk, helgað sögu Hellu. Þá var haldið
jasskvöld í Laufafelli með ýmsum
skemmtiatriðum, þar sem m.a. þingmenn
Sunnlendinga komu fram.
Á þjóðhátíðardaginn 17. júní var bætt
við hefðbundna dagskrá vegna afmælisins.
Meðal annars var haldin grillveisla um
kvöldið með ýmsum skemmtiatriðum, sem
ekki hafði tíðkast áður.
I júlí var opnuð myndlistarsýning
„Skilaboð til Jarðarinnar“ við rætur Heklu
austan megin. Þetta var sérstök og mögnuð
útisýning þar sem verkin voru römmuð inn
í gamla braggaglugga frá stríðsárunum og
raðað í hring á svæði þar sem gamalt og
nýtt hraun úr Heklu kemur saman. Nokkrir
listamenn, þjóðkirkjan, ásatrúarmenn, ofl.
sendu skilaboð til jarðarinnar með þessari
sýningu, en Snorri Guðmundsson, hraun-
listamaður átti veg og vanda af hugmynd,
skipulagi og framkvæmd hennar. Sýningin
stóð fram í október.
í ágúst var opnuð alhliða sýning í
Hellubíói, þar sem handverksfólk, mynd-
listarmenn o.fl. úr Rangárvallahreppi
kynntu verk sín, ásamt því að fyrirtæki og
stofnanir í sveitarfélaginu kynntu starfsemi
sína. Jafnframt var reynt að safna sem
mestu af ritverkum um og eftir Rang-
vellinga á sýninguna og á henni var sýnt
myndband með kvikmynd Ósvalds Knud-
sens frá Heklugosinu 1947. Sýningin stóð í
rúmar 2 vikur.
í september var haldin messa í Odda-
kirkju, tengd afmælisárinu, þar sem ein-
staklingar úr afmælisnefndinni tóku þátt í
helgihaldinu.
I október voru haldnir 2 unglingadans-
leikir á Hellu fyrir sinn hvorn aldurshóp-
inn.
I byrjun desember var síðan haldið
lokahóf afmælisársins með ýmsum
skemmti- og söngatriðum, flutt af Rangæ-
ingum, en sérstaka athygli vakti mynda-
sýning frá fyrstu árum byggðar á Hellu.
I tilefni byggðarafmælisins voru gerð
sérstök barmmerki og borðfánar merkt
afmælisárinu.
Helstu framkvæmdir
Haidið var áfram með vatnsveitu-
framkvæmdir á neðanverðum Rangár-
völlum. Bætt var við vatnsöflun kerfisins
með virkjun á einni lind til viðbótar því
sem fyrir var. Þá var framkvæmt nokkuð í
fráveitumálum á Hellu við sameingar
útrása neðan brúar, sem er liður í heildar-
lausn fráveitumála í kauptúninu.
Framkvæmdir héldu áfram við Grunn-
skólann á Hellu, byggt var stigahús við
nýbygginguna sem gerir kleift að nýta
kjallara hennar.
Á árinu voru nokkrar framkvæmdir í
gatnagerð og viðhaldi á götum og gang-
stéttum. Slitlag var lagt m.a. yfir Freyvang
og Þingskála að hluta, ný gata var gerð á
milli Dynskála og Suðurlandsvegar á móts
við Freyvang og önnur austan Reykja-
garðs. Jafnframt var nokkuð um gang-
stéttarlagnir og aðrar lagfæringar að venju.
Nokkrar endurbætur fóru fram við
-210-