Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 271
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Dánir
Dánir í Rangárþingi 1997
Hér á eftir verður í stafrófsröð
minnst allra þeirra sem jarðsettir voru
í Rangárþingi á árinu 1997. / lok
greina er þess getið hverjir jarðsettu
og sömdu minningarorðin.
Anna Agústa Jónsdóttir
fra Miðkoti,
Dvalarheimilinu Lundi
Ágústa var lædd að Miðkoti 29.
ágúst 1901 hjónunum Jóni Tómassyni
frá Arnarhóli og Elínu Isaksdóttur frá
Miðkoti og var hún elst 6 systkina, en
eftirlifandi eru Ingibjörg, nú til heimilis
að Kirkjuhvoli, Salvör í Reykjavík og
Jón í Hvítanesi. Faðir hennar var for-
maður við Landeyjasand, lengstum á
bát sem hét Gæfa og var því oft fjarri,
svo það reyndi fljótt á Ágústu að
standa að útiverkum með karlmanns-
hug og áræðni og meira en það, ung
tók hún að sér að gæta hesta sjómann-
anna og fékk fyrir það hálfan hlut sem
heimilið fékk og á sumrin sló hún á
teignum og batt á við duglegustu
kaupamenn.
1915 hafði komið á heimilið sem
unglingur Kristinn Þorsteinsson frá
Álfhólahjáleigu, fyrst til að hjálpa við
sauðburð, en síðan varð hann á heimil-
inu kaupamaður vor og sumur en fór á
vertíðir til Vestmannaeyja í annan tíma.
Þannig tengdust þau tvö og 1920 eign-
uðust þau Tómas, sem leiddi til að-
skilnaðar frá heimilinu í um eitt ár. Þau
fóru með drenginn sinn mánaðargaml-
an ríðandi yfir Þverá óbrúaða með
Markarfljóti, sem rann þá í Þverá,
áleiðis til Reykjavíkur, þar sem Ágústa
var í vist hjá rnóður systur sinni, Ingi-
björgu Isaksdóttur, en Kristinn varð
aðstoðarmaður afa hennar Isaks Sig-
urðssonar, sem var vitavörður á Garð-
skagavita.
17. maí 1921 giftu þau sig í Reykja-
vík að fengnu leyfisbréfi frá Kristjáni
10. Danakonungi. Síðan lá leið þeirra
aftur heim að Miðkoti þar sem þau
stóðu saman að búi með foreldrum
Ágústu allt til 1936, þegar þau keyptu
jörðina, ^n foreldrar hennar keyptu
Hvítanes og fluttu þangað með yngsta
syni sínum Jóni og hófu þar búskap.
Á þessum árum fæddust hin börnin
þeirra, ísak 1923, en hann lést 1984,
Sigríður 1925, Guðlín 1926, Karl 1928,
-269-