Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 301
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Pétur Guðmundsson, Núpi,
Fljótshlíð
Pétur Guðmundsson var fæddur á
Núpi í Fljótshlíð 8. júlí 1912 og lést 9.
aprfl 1997 á Landspítalanum í Reykja-
vík.
Foreldrar hans voru hjónin Guð-
mundur Erlendsson frá Hlíðarenda,
lengi hreppstjóri og búnaðarþingsfull-
trúi, og kona hans Guðrún Pétursdóttir
frá Núpi, systurdóttir sr. Eggerts Páls-
sonar á Breiðabólsstað. Bjuggu þau
rausnarbúi í vesturbænum á Núpi í 55
ár, frá 1907-1962 og Guðmundur áfram
til 1964 eftir lát konu sinnar.
Pétur var yngstur þriggja barna
þeirra hjóna, en hin voru: Leifur Ingi,
sem lést árið 1985 og Fríður, verslunar-
eigandi í Reykjavík, sem lifir bræður
sína. Pétur ólst upp hjá foreldrum sín-
um á Núpi og vandist ungur öllum
hefðbundnum sveitastörfum. Strax eftir
fermingu, aðeins 14 ára gamall, réðst
hann til sjóróðra, fyrst eina vertíð í
Keflavík en síðan var hann á unglings-
árum og allt fram um þrítugt margar
vertíðir í Vestmannaeyjum. Atti sjó-
Dánir
sóknin einkar vel við hann og hafði
hann mikið yndi af sjómennskunni.
Einn vetur var Pétur á íþróttaskól-
anum í Haukadal hjá hinum kunna
íþróttafrömuði og leiðtoga Sigurði
Greipssyni, eins og svo margir ungir
menn úr sunnlenskum sveitum á þeim
árum. A sumrin var hann jafnan heima
á Núpi og hjálpaði foreldrum sínum
við bústörfin.
Með sjómennskunni í Vestmanna-
eyjum aflaði hann sér tekna sem gerðu
honum kleift að eignast nýjan vörubfl,
en þau flutningatæki voru á þeim árum
að koma til sögunnar. Var það að sjálf-
sögðu mikið afrek og upplifun fyrir
unga menn að taka þátt í því ævintýri
sem olli byltingu í samgöngum og
flutningum. Var Pétur m.a. með vörubfl
sinn við að byggja varnargarðana við
Markarfljót, en vinsælt samgöngutæki
var bíllinn einnig á þessum tíma, ekki
síst unga fólkinu til ferðalaga og
skemmtunar.
Árið 1945 um vorið, þann 24. apríl
urðu þau þáttaskil í lífi Péturs að hann
kvæntist Önnu Guðjónsdóttur frá Litla-
Kollabæ. Hófu þau búskap á Núpi á
móti foreldrum Péturs og munu í fyrstu
hafa keypt 1/3 af bústofni þeirra og
bjuggu síðan félagsbúi með þeim frá
1946-1962 en upp úr því tóku þau við
allri jörðinni, eftir að móðir Péturs lést.
Guðmundur faðir Péturs var áfram hjá
þeim fram að síðasta aldursári, en hann
lést haustið 1969 mjög farinn að heilsu
og hafði síðustu árin notið nærfærinnar
umhyggju og hjúkrunar Önnu tengda-
dóttur sinnar.
-299-