Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 33
Goðasteinn 1998
Háskóli íslands,
vors hugarvits fley,
múrað traust á mel
en mjögsiglandi,
svo að röst rista
röskvir kunnendur
árœðis, sannleiks
og alls, sem gerir
vaska menn og vitra
með vaxandi þjóð.
Ævilokin
Séra Sigurður Einarsson Iést á sótt-
arsæng í Reykjavík 23. febrúar 1967,
68 ára að aldri. Hann kvaddi sáttur við
Guð og menn, og án efa sæll með sinn
starfsdag, einkum á efri árum. Æskan
var honum í minningunni þjáningar-
fullur tími, eins og fram kemur í ljóði
hans, „Dagar ára efri" úr síðustu Ijóða-
bók hans:
Dagar ára efri
eiga sér milda töfra,
sem enginn í æsku
átti með sínum gáska.
Spor verða ofar á œvi
öll létt, hjá því, sem var
meðan í sínum sefa
sorgirnar œskan bar.
Gengur nœr grœnu brumi
gaddui; enfornum lundum.
Innar brennur ungum gómi
eldur, en sigghörðum mundum.
Því svíður mörgum í muna
móðum, árin löng,
sorgin hve sú hinfyrsta
var sár og ströng.
Þrátt fyrir sviða úr sárum æskunnar,
er „römm sú taug, er rekka dregur föð-
urtúna til." Séra Sigurður hafði mælt
fyrir um að hann yrði jarðsettur að
Breiðabólsstað í Fljótshlíð, á sínum
æskuslóðum. Þar var hann lagður til
hinstu hvílu hinn 3. mars 1967,
„einn undir ásýnd himins
augum stjarna leiddur,
einn, eins og sál manns er alein
á efstu stund."
Tilvitnanir:
1. Sálmabók íslensku kirkjunnar 1972, sálmur
391, bls. 379.
2. Eimreiðin 1967, bls. 36-37.
3. Morgunblaðið 3. mars 1967, bls. 22.
4. Guðmundur Daníelsson: Verkamenn í vín-
garði, bls. 12.
5. Morgunblaðið 29. mars 1956, bls. 17.
-31-