Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 147
Goðasteinn 1998
Klukkugil, Mógil og Krakatindur,
Kvíslar og Egilsgil,
oft fundust þar fallegar kindur
ég fór þangað af og til.
Valafell, Vaðfit og Kinnar,
Valagjá, Hrafnabjörg,
Svalaskarð, Sveinsgil og Barmur,
Sauðleysufjöllin mörg.
Leirdalur, Krókagil, Ljótipollur,
Lambaskarð, Blautaver.
Oft sluppu óþægar rollur
austur við Stórahver.
Tjörfafell, Tungnárkrókur,
Tungnárfell, Hrauneyjar,
Sölvahraun, Sigalda, Bjallar,
Sultarfit, Tóhellar.
Rauðifoss, Rangárbotnar,
Rangáin byrjar hér.
Fallegi litli fossinn
í Fossabrekkunum er.
Langalda, Lambafit, Hnausar,
Litlhöfði, Eskihlíð,
Fitjarfell, Frostastaðir,
fagurt í góðri tíð.
Stendur kaldur Stórhöfðinn
storkar Dómadalnum.
Bleikjan klýfur Bláhylinn
í blauta fjallasalnum.
Áður var fámennt á fjöllum
fáeinir menn í leit.
Nú æða þar bílar af öllum gerðum
um erindið Guð einn veit.
Skjólkvíagosið 1970
Nú eru Kvíarnar komnar
á kaf undir hraunið svarta.
Eldrautt rann það úr opnu sári
undir var landsins hjarta.
Nú ganga þar ekki um grösugar lautir
glaðleg lömb eða ær.
Nú er þar úfið alsvart hraun,
sem iðgræn jörð var í gær.
Austantórur II
Heiðríkjan norðan við Heklu
hvarf bak við Rauðuskál,
kannski hún verði komin
að Kíling um háttumál.
Þar vildi ég sjálfur sofa
minn síðasta næturblund
leggja þaðan í langferð
á Lykla-Péturs fund.
-145-