Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 129
Goðasteimi 1998
að hann átti marga sonu ... með
ýmsum konum.17
Hér heldur á fjöðurstaf maður sem
var á öndverðum meiði við Jón og
studdi Þorlák biskup. Fyrir bragðið er
lýsingin þeim mun merkilegri.
Annars er ekki mikið vitað um per-
sónuleika Jóns en samt ætla ég að full-
yrða að hann hafi verið góðgjarn mað-
ur og góðviljamaður. Eg skal skýra
hvað ég á við með þessu.
Jón er ekki eini maðurinn sem falið
var að skera úr um mál; gerðardómar
voru algengir með Islendingum, Þor-
geir Ljósvetningagoði fékk t.d. það
hlutverk að skera úr um trú á alþingi og
var þá gerðardómari, menn skuldbundu
sig fyrirfram til að hlíta úrskurði hans.
En menn þóttu mishæfir til að gegna
þessu hlutverki. Aftur og aftur er vikið
að milligöngu, sættum og gerðum í
Islendingasögum og Sturlungu. Kemur
margoft fram að við þetta er mjög
brugðið svokölluðum góðgjörnum
mönnum og eru t.d. þrjú dæmi um það
í Eyrbyggju og mörg í öðrum sögum. I
Harðarsögu er t.d. sagt við Þorkel
mána, lögsögumann (10. kap.), „Gjarna
vildi ég að þú ættir hlut að sættum með
þeim því að þú ert bæði vitur og góð-
gjarn“. Um Ingimund gamla segir í
Vatnsdælu (7. kap.), „ ... góður dreng-
ur, traustur til vopns og harðfengi, vin-
hollur og góðgjarn, fastnæmur við vini
sína og svo mátti höfðingja best farið
vera sem honum var í fornum sið“.
Orðið ‘góðgjarn’ er notað um Giss-
ur Isleifsson í Hungurvöku og kemur
a.m.k. fjórum sínnum fyrir í Þorgils
sögu og Hafliða um menn sem annast
milligöngu og leita sátta og þrisvar í Is-
lendingasögu. Fram kemur í Þorgils-
sögu og Hafliða að Þorlákur biskup
Runólfsson var góðgjarn og sama
kemur fram í Svínfellingasögu um
Brand ábóta, síðar biskup, og er tengt
sáttum. Brandur kom á griðum milli
manna og var það þakkað góðvilja
hans. Góðvilji er annað orð sem tengist
milligöngu, griðum og sáttum. Sam-
kvæmt Þorgils sögu skarða var Brandur
beðinn þess einhverju sinni að afstýra
vandræðum og sagði þá viðmælandi
hans, Þorgils skarði, „... mun ég yður
best til trúa að þér munuð til hafa vit og
góðvilja að ráða hér um“.18 Góðgjarnir
menn voru jafnframt góðviljamenn.
Andstæðan við þá voru ójafnaðarmenn,
þeir sem í ýmsum dæmum eru kallaðir
í ‘meðallagi góðgjarnir’.
I samfélagi án miðstjórnarvalds, svo
sem í þjóðveldinu, þar sem menn
tókust á í svonefndum fæðardeilum og
komið gat til heiftúðugrar blóðhefndar
var algjörlega nauðsynlegt að til væru
góðgjarnir menn og góðviljamenn. Hið
merkilega er að þetta eru sömu orð og
notuð eru um milligöngumenn og sátta-
semjara í öðrum fæðarsamfélögum sem
ég hef borið saman við hið íslenska á
þjóðveldistíma; er þá átt við samfélög
þar sem miðstjórnarvald var veikt eða
ekkert og blóðhefnd einkennandi. I
Svartfjallalandi, eða Montenegro, sem
telst til Júgóslavíu, var svokallaður
‘court of good men’, eins og það er
nefnt á ensku, mikilvægur til lausnar á
127-