Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 204
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Sveitarfélög
Vestur-Landeyjahreppur
í Vestur-Landeyjahreppi voru íbúar 1.
des. 1997 alls 166, hafði fjölgað um sjö frá
fyrra ári. Konur eru 84 og karlar 82.
Rekstur sveitarfélagsins var með
svipuðu sniði og undanfarin ár. Land-
búnaður er aðalatvinna flestra íbúa en þó
nokkrir stunda vinnu út í frá, þá aðallega á
Hvolsvelli. Mjólkurframleiðendum í
hreppnum fækkaði enn á árinu. Sauðfjár-
búskapur stendur í stað en hrossarækt og
hrossabúskapur er í örum vexti og skapar
fólki atvinnu við tamningar og annað sem
tilheyrir. A tveimur bæjum er svínabú-
skapur og á tveimur eru ræktaðar kartöflur
og gulrófur til sölu. Þá er hundaræktun
hafin á tveimur bæjum. Kornrækt er
nokkur. Heyfengur á liðnu sumri var
góður, sumarið var veðragott en nokkuð
erfitt til heyskapar vegna þurrkleysis og
var því heyskapartíminn í lengra lagi.
A vordögum var lokið við að leggja
seinni umferð slitlags á Akureyjarveg sem
tókst ekki að ljúka haustið 1996 vegna
þess hvað vetraði snemma. Er nú ekið á
bundnu slitlagi frá Hemlu allt að Njálsbúð
og er að því mikil samgöngubót. Þá var
einnig lokið við niðursetningu og frágang
rotþróa sem sveitarfélagið stóð fyrir á
liðnu ári. I lok ársins var reynt að koma
útfalli Hólsár í réttan farveg en hún hefur
mjög farið úr farvegi sínum þar sem hún
fellur til sjávar. Er verkið unnið í samvinnu
við Djúpárhrepp og Landgræðsluna í
Gunnarsholti. Ekki er útséð um árangur á
þessari stundu þar sem verkið er erfitt í
lausum fjörusandi og Hólsá mikið vatns-
fall.
Þar sem Njálsbúðarskóli var lagður
niður á árinu 1996 er skólabörnum sveit-
arinnar ekið í Hvolsskóla. í Njálsbúðar-
skóla er nú starfræktur leikskóli þrjá daga í
viku fyrir börn í sveitinni, auk þess sem
þar eru nokkur börn úr Rangárvallahreppi.
Guðrún Jóhannesdóttir og Ingigerður
Antonsdóttir veita leikskólanum forstöðu.
Byggð voru tvö sumarhús í landi
Strandar og Kálfsstaða. Ábúendur sem
fluttu að Forsæti á liðnu vori, þau Hjördís
Ágústsdóttir og Eiríkur Guðmundsson,
hafa breytt fjárhúsum í mjög myndarlegt
hesthús með tamningaaðstöðu þar sem þau
hyggjast stunda tamningar. Þá var fjárhúsi
að Akurey 1 breytt í geldneytafjós. Ymsar
breytingar og lagfæringar voru einnig
gerðar á nokkrum bæjum í sveitinni,
sérstaklega á fjósum vegna hertra reglna
við mjólkurframleiðslu. Undanfarin ár
hefur mikið magn af túnþökum verið skor-
ið og selt af túnum bænda á hverju sumri,
aðallega á Reykjavíkursvæðið. Nú hafa
tveir ungir menn úr sveitinni, þeir Sævar
Rúnarsson og Björgvin Jónsson, stofnað
fyrirtæki um slíkan rekstur og hyggjast
þeir skera þökur og selja og hefur starf-
semi þeirra gengið allvel á árinu.
Á liðnu sumri fengu hjónin í Eystra-
Fíflholti, þau Guðrún Jóhannesdóttir og
Hafsteinn Alfreðsson, verðlaun frá Sam-
bandi sunnlenskra kvenna fyrir frumlegan,
fjölbreytilegan og vel gróinn garð. Var
garðurinn opinn almenningi til sýnis einn
dag í sumar sem fólk notfærði sér óspart.
Löngum hafa þótt hlunnindi að eiga
fjöru. Einkum var svo í fyrri daga á meðan
rekaöld var. I bók Jóns Skagan „Sú eik er
lengst og styrkust stóð“, sem fjallar um
Sigurð Magnússon (1810-1905) bónda og
Dannebrogsmann á Skúmsstöðum, segir að
einn vinnumanna hans hafi einkum haft
það hlutverk að gæta fjörunnar. Lagði
Sigurður ríkt á við hann um fjörugæsluna
og vakti hann oft snemma hennar vegna.
-202-