Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 305
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Dánir
Dvalarheimilinu Lundi, lÍelfu
Sigurður Filippus Hannesson hét
hann fuliu nafni. Hann var fæddur í
Litlu-Tungu í Holtum 23. febrúar 1907.
Foreldrar hans voru hjónin Kristín
Ólafsdóttir frá Litlu-Tungu og Hannes
Jónsson frá Bjóluhjáleigu, og var
Sigurður þriðji í röð 6 barna þeirra.
Elstur þeirra er Ólafur, sem lifir bróður
sinn í hárri elli, búsettur á Lundi á
Hellu, þá Guðjón sem er látinn, því
næst Sigurður, síðan Þórður Óskar sem
dó 23ja ára 1933, svo Sigríður, einnig
látin, og yngstur er Ingólfur, búsettur á
Grund í Reykjavík. Þau hjón, Kristín
og Hannes bjuggu í Bjóluhjáleigu
fyrsta ár búskapar síns en fluttust síðan
að Litlu-Tungu þar sem þau bjuggu
góðu búi um tveggja áratuga skeið, frá
1904-1924, en fluttust þá aftur að
Bjóluhjáleigu þar sem þau bjuggu í 14
ár. Eftir það voru þau 1 ár á Selalæk, en
reistu nýbýlið Bjarg úr landi Ægissíðu
árið 1939 og áttu þar síðan heima. Þau
hjón lifðu bæði fram á gamals aldur og
dóu með 6 mánaða millibili árið 1966.
Sigurður ólst upp við ástrfki og festu
í foreldrahúsum og þáði þar góða
heimanfylgju orðheldni og samvisku-
semi í öllum greinum. Hann hreifst
ungur af hinu mikla tækniundri 20. ald-
arinnar, bifreiðinni, sem tók að sjá stað
hér í sýslu þegar í barnæsku hans, enda
Þjórsá brúuð fyrir aldamót, og sam-
göngur hingað austur því greiðar á
þeirra tíma mælikvarða. Sigurður hlaut
ökuréttindi í Reykjavík vorið 1928, og
var atvinnubílstjóri upp frá því og óslit-
ið í meira en hálfa öld. Hann ók fyrstu
árin fyrir Erlend Jónsson á Hárlaugs-
stöðum, og tók þá m.a. þátt í að leggja
veg um Mosfellsheiði í tilefni af Al-
þingishátíðinni 1930. Einnig vann hann
við bifreiðaakstur á nokkrum vertíðum
í Vestmannaeyjum. Hann eignaðist sinn
fyrsta bíl 1931 og var síðan sjálfstæður
í sinni grein, en vann víða við ýmsar
framkvæmdir eins og gengur, einkum
vegagerð og flutninga af margvíslegum
toga, sem og við virkjanaframkvæmdir,
en á löngum akstursferli sínum kom
Sigurður m.a. bæði að gerð Sogs- og
Sigölduvirkjana.
Sigurður reyndist snemma traustur
og ábyggilegur verkmaður. Hann hirti
vel um bíla sína og endurnýjaði þá eins
og með þurfti. Hann var gætinn bíl-
stjóri og heppinn svo frá bar, en gum-
aði ekki af velgengni sinni. Hann var
alvörumaður, trúaður og treysti á vernd
Guðs og leiðsögn á vegferð sinni.
Sigurður var afar hæverskur maður og
hlédrægur, sóttist ekki eftir vegtyllum
né hóli, en uppskar traust og virðingu
samferðamanna sem kynntust heilind-
um hans og falsleysi. Sjálfur var hann
-303-