Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 119
Goðasteinn 1998
Jóhann G. Guðnason, Vatnahjáleigu:
Veðurfar í Landeyjum
Janúar
Frá 1.-20. janúar voru ríkjandi aust-
an- og norðaustanáttir og yfhieitt hæg-
ar, komst þó í 7 vindstig um tíma
dagana 10., 11., og 13.
Úrkoma var lítil á þessu
tímabili, rigning tvo daga
og skúrir einn dag. Frá og
með 21. og til mánaðar-
loka voru sunnan- og
suðvestanáttir að mestu
ráðandi og oftast úrkoma.
Strjál krapaél voru 21. og
22. og snjókoma að
kvöldi 24. og 25. og él
með skafrenningi 26., að
öðru leyti snjóaði ekki í
mánuðinum. Frost var á víð og dreif
um mánuðinn og komst í 7-9° dagana
6., 7., 8., og 19. en að öðru leyti var
vægt frost. Frostlausu dagana var hiti
oftast 2-4° og komst mest í 8° að
kvöldi 28. og 7° að morgni 29. Það var
léttskýjað 6 daga, rigning 5 daga og
skúrir 2 daga. Að öðru leyti skýjað.
Snjókomu og élja er getið hér að fram-
an.
Febrúar
Mánuðurinn var umhleypingasamur,
vindáttir breytilegar og stundum nokk-
uð hvasst. Að kvöldi 4. voru 8 vindstig
og allt að 9 síðdegis næsta dag og 10.-
16. og 18. í 7 vindstig. Þann 27. komst
veðurhæð í 10 vindstig í hviðum, en
þennan dag var vonsku-
veður víða um land. Að-
eins 6 dagar voru frost-
lausir, 10., 11., 13., 16.,
17., og 27. Samfellt frost
var 12 daga en aðra daga
frost að morgni og kvöldi.
Mest varð frostið 17° að-
faranótt 8., og aðfaranæt-
ur 24.-26. var frostið 7-9
stig. Hiti komst mest í 6°
1. og 16. Nokkuð snjóaði
í mánuðinum, mest í
hvössum vsv-éljum og var snjóhurður í
þeim stundum mikill. Snjór lá þó ekki
lengi á hverju sinni. Það var léttskýjað
6 daga, rigning, skúrir 2 daga, snjó-
koma 2 daga og snjóél 7 daga.
Mars
Mánuðurinn var nokkuð umhleyp-
ingasamur, einkum fyrri hlutinn. Frost
var á víð og dreif um mánuðinn, og
komst mest í 7° þann 13. Samfellt frost
var 6 daga og 10 daga var vægt frost
ýmist að morgni eða kvöldi. Hiti komst
mest í 9° 8. og 21., en var að öðru leyti
-117-