Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 247
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
/
Iþróttafélög
brúnarmenn þátt í fjölda móta, m.a. kepptu
10 íþróttamenn úr Dagsbrún á landsmóti í
Borgarnesi.
Iþróttamaður ársins 1997 var valinn hjá
félaginu og hlaut þann titil Guðbjörg
Viðarsdóttir. Oskum við henni til ham-
ingju.
Jólamarkaður var haldinn síðast í
nóvember og jólaball í desember.
Frétta- og auglýsingablaðið „Glaður“ er
gefið út hjá félaginu. Núverandi ritstjórar
og ábyrgðarmenn eru Olafur Bjarnason og
Elvar Eyvindsson.
1 desember ákvað stjórn Dagsbrúnar að
styrkja tjóra frjálsíþróttamenn í félaginu,
þau Guðbjörgu Viðarsdóttur, Bjarka Við-
arsson, Frey Ólafsson og Örvar Ólafsson
um kr. 40.000 hvert, og óskum við þeim
góðs gengis í framtíðinni.
Á fundi í haust ákvað Umf. Dagsbrún
að sameina íþróttir félagsins við 3 önnur
félög: Umf. Njál, Þórsmörk og UBH til
reynslu í a.m.k. 3 ár.
Nú er það helsta upptalið í starfi félags-
ins. Ég tel vera gott starf í gangi hjá félag-
inu og er það von mín að svo verði áfram.
Núverandi stjórn Dagsbrúnar:
Guðrún Jónsdóttir formaður, Eiríkur
Davíðsson féhirðir og Eydís Sigmunds-
dóttir ritari.
Með ungmennafélagskveðju.
Guðrún Jónsdóttir
Ungmennafélagið Eyfellingur, Au stur-Eyj afj öllum
Stjórn félagsins skipa Sigurgeir L.
Ingólfsson formaður, Á. Fannar Magnús-
son varaformaður, Ingimundur Vilhjálms-
son og Haukur Jónsson.
I öllum félagsskap er starfið svolítið
sveiflukennt, sum árin er starfið öflugt og
þátttaka í starfinu góð en önnur rólegri og
félagar jafnt sem stjórnendur kannski ekki
nógu virkir í starfinu. Segja má að starf-
semi Umf. Eyfellings hafi frekar einkennst
af því síðarnefnda á næstliðnu ári, þ.e. ekki
mikil drift í starfseminni. Starfsemin var að
mestu bundin við föst verkefni. Þrettánda-
gleði var haldin með álfum, tröllum, og
fleira hyski. 17. júní-samkoma var að
venju í samvinnu við kvenfélagið.
Á íþróttasviðinu var sitthvað í gangi.
Tveir fulltrúar félagsins kepptu með liði
HSK á Meistaramóti íslands utanhúss á
Laugardalsvelli í sumar. Frjálsíþrótta-
æfingar voru í sumar undir stjórn Sigríðar
B. Ólafsdóttur, sem var allvel mætt á. Svo
var að sjálfsögðu tekið þátt í Rangæ-
ingamótum inni og úti, með misjöfnum
árangri eins og gengur.
í fjáröflun voru fastir liðir, þ.e. jólatrés-
sala, en það er orðinn árviss liður í starfinu
í samvinnu við Landgræðslusjóð, og kunn-
um við þeim Landgræðslusjóðsmönnum
bestu þakkir fyrir samstarfið, einnig var
blómasala í tengslum við konudaginn.
í sumar komu svo burtfluttir Eyfellingar
í sína árlegu heimsókn til viðhalds á
Seljavallalaug. Er nú laugin nánast kornin
með það útlit sem hún var í upphafi, en til-
gangurinn með þessu verkefni er að gera
laugina sem líkasta því sem hún var, og
halda henni þannig við sem menning-
arverðmætum. Seljavallalaug er elsta uppi-
standandi sundlaug sem sund var kennt í
sem skyldunám.
Af þessari upptalningu hér að framan
má sjá að sitthvað hefur verið gert á árinu,
þó það hefði mátt vera miklu meira. Við
horfum björtum augum á framtíðina og
reynum að gera enn betur næst.
Með ungmennafélagskveðju.
Sigurgeir L. Ingólfsson formaður.
-245-