Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 274
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Dánir
Noregi. Þar sá hann aftur og aftur
vinnutæki, sem ekki voru hér á boð-
stólum og fékk umboðsaðila til að
flytja þau inn til nota á Þorvaldseyri,
og upp úr 1960 réðst hann í kornrækt,
sem hann hafði óbilandi trú á og gafst
aldrei upp við, þótt uppskera brygðist
og margs konar erfiðleikar kæmu upp.
- Þessir erfiðleikar eru aðeins til að
herða mann í að gera betur næst, sagði
Eggert og hafði stuðning fjölskyldunn-
ar og allra heima á Þorvaldseyri og það
var honum nóg. Hann hugsaði lítið um
úrtölur annarra og hélt sínu striki, eins
og alltaf, því ef hann trúði að hann væri
að gera rétt, þá varð honum ekki hagg-
að.
1955 var fjósið stækkað um helming
og ný fjárhús byggð og aftur var fjósið
byggt upp og stækkað um helming
1977 með erlendum tækjabúnaði, sem
þekkist jafnvel ekki enn í dag annars
staðar hér í landi og á ég þá t.d. við
haughúsið, lokaða sérbyggingu, að
ógleymdum turnunum þremur fyrir
súrheyið, með þessum sérstöku heylos-
unartækjum og hlöðuna sem byggð var
og er enn sem áður, öðrum húsum
stærri á Suðurlandi. Eggert var sjálfur
hönnuður bygginganna, teiknaði þær
með hjálp annarra og styrkti sérstak-
lega til þess að þær stæðust veðurofs-
ann, sem eins og við Eyfellingar þekkj-
um, er engu líkur og ekki hægt að lýsa.
Þökin á turnunum voru steypt og sjálf-
ur hannaði hann steypumótin. Sperru-
efni í hlöðuna var sértaklega valið frá
Rússlandi með tilliti til festu í nagla-
haldi. Og sérstakir 4 tommu naglar
voru negldir í hverja báru til að tryggt
væri að stæðist Kára.
Þannig var Eggert, hann bjó vel og
honum búnaðist vel með bústofn sinn,
nautgripi, fé og svín, því hann var
góður ræktunarmaður og hugsaði vel
um skepnurnar, þótti vænt um þær og
skildi ábyrgð sína sem bónda. Jörðin
hans bar góðan gróður til gagns fyrir
skepnurnar hans, því jörðin hans var
yrkt af kunnáttu bóndans að Þorvalds-
eyri. Eggert var kjörinn til margra trún-
aðarstarfa fyrir sunnlenska bændur, í
stjórn Mjólkurbús Flóamanna 1947 og
var þar samfellt í stjórn í 42 ár, þar af
17 ár stjórnarformaður, síðar í stjórn
Mjólkursamsölunnar og var þar í 12 ár
og sat einnig á Búnaðarþingi. Hann sat
í stjórn Búnaðarsambands Suðurlands í
30 ár og var einnig stjórnarmaður í
nautgriparæktarfélögum og ræktunar-
sambandi Eyfellinga og Mýrdælinga
og 1947 stóð hann að starfsemi gras-
kögglaverksmiðju með 16 bændum í
A.-Eyjaljallahreppi, sem starfaði í
nokkur ár.
Hann gat gefið tíma sinn þessum
áhugamálum félagsstarfa vegna þess að
hann átti svo góða að heima, fjölskyldu
sína og uppeldisbróður, sem stóðu svo
sterkt að búskapnum með honum.
Börnin stóðu fyrst að búi með for-
eldrum sínum, eignuðust maka og
fluttu að heiman og stofnuðu sín heim-
ili, öll nema Olafur, sem giftist
Guðnýju Valberg 1977, en sama ár
reistu þau íbúðarhús á jörðinni og 1985
tóku þau við búrekstrinum, en áður
höfðu bræðurnir staðið að félagsbúi
með foreldrum sínum og mökum í
nokkur ár. Eggert naut þess að fylgjast
með áframhaldandi uppbyggingu á
jörðinni og leggja sitt af mörkum eins
-272-