Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 174
Goðasteinn 1998
fullar. Það varð ekki mikið úr leit, en
við komumst í hús í Illugaveri klukkan
að ganga 3 um daginn. Þá var ákveðið
að fara í Hvanngiljahöll til að gefa fénu
sem þar var og athuga með hestinn sem
tapaðist og líta í Grjótakvíslabotna.
Ekki sáum við neinar kindur þar, en
okkur gekk bara vel í þessari ferð með
því að þræða alltaf hæstu hryggina. Við
gáfum kindunum bæði hey og vatn en
ekki sáum við hestinn, við reiknuðum
með því að hann hefði farið fram að
Tungná. En þegar fór að bregða birtu
sáum við að það yrði ekki sama veður
næsta dag.
Okkur gekk vel inn í Illugaver aftur.
Þar var tekið vel á móti okkur, því við
höfðum skilið ráðskonuna eftir og tvo
karla hjá henni, Sigurð í Kastalabrekku
og Arnar á Herru. Eitthvað var spilað
um kvöldið. Eg man það var svo mikill
hrímleki að Gunna hafði nóg að gera
að þurrka af borðum og spilum. Svo
var Sveinn að skrifa í dagbókina, eitt-
hvað átti hann líka í erfiðleikum út af
vatnságangi.
5. október
Austan bræla var og snjókoma og
ekkert smalaveður og ekki útlit fyrir
annað en að við yrðum að halda kyrru
fyrir þennan dag. Við sáum fram á
skort á gasi og heyi, ef við yrðum að
liggja í fleiri daga. Eitthvað vorum við
að laga í hesthúsinu og þétta í kringum
okkur. í Illugaveri vorum við búnir að
setja upp 9 metra langan bragga sem
við hólfuðum í sundur, tókum 3 metra
fyrir menn, svo það var hlýtt. Eitthvað
lægði nú seinni partinn. Þá fórum við í
leiðangur til að athuga með gas. Það
var ekki langt í bækistöð frá Lands-
virkjun og tókum við þar gaskút
traustataki. Það var kominn mikill
snjór, en okkur gekk vel með því að
þræða hæstu brúnir. En við vorum
varla komnir í hús þegar fór að bæta í
veðrið á ný, en ekki mátti bæta mikið á
ef við ætluðum að komast niður í
Hvanngil daginn eftir.
6. október
Ekki var útlitið gott, norðan skaf-
renningur og þó nokkuð frost en sæmi-
legt skyggni. Það var ekki um annað að
ræða en að koma sér af stað, við vorum
að verða heylausir. Þetta var erfiður
dagur, við urðum að láta einn smala
fara með Sveini til að koma bílnum
vestur í Hvanngil. Eg sagði Valgarði að
hann yrði að taka það að sér, hann var
vanur öllum bílum og slarki, harð-
duglegur, ósérhlífinn og fljótur til.
Sveinn var enginn viðvaningur, en nú
reyndi fyrst almennilega á útsjónarsemi
hans.
En það er af okkur að segja sem fór-
um á hestunum að við fengum vont
færi. Fljótlega komum við að Illuga-
versós sem var uppbólginn og illur
yfirferðar. Hann var ísi lagður en ísinn
hélt ekki hestunum, og náði vatn og ís
hestunum í kvið, svo það voru umbrot
á þeim.
Þegar við vorum komnir yfir tók
ekki betra við því allar rásir og gil voru
á kafi í snjó. Allir vorum við á dug-
legum hestum enda veitti ekki af, því
-172