Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 257
ANNALAR
Goðasteinn 1998
tilraunir á Sámsstöðum. Það er því mikill
fengur að því að fá slíkan mann í forystu
fyrir félagið. Hann gerir sér strax grein
fyrir því, að það er ákaflega erfitt að
byggja starfið eingöngu upp á sjálfboða-
liðastarfi, bæði vegna þess að hætta er á,
að mest öll störf lendi á örfáum mönnum
og ekki síður vegna þess, að þekking er
ekki til staðar. Það er því farið að ræða um
að ráða fastan starfsmann, en fjárhagurinn
leyfir það ekki. Málið er því leyst með því
að fá fagmenn frá Tumastöðum til að
stjórna og leiðbeina við gróðursetningar.
Það þurfti framsýni til þess á þessum árum
að ætlast til þess að fátækt félag gæti ráðið
sér fastan starfsmann. En hefði það tekist
hefðu málin litið öðruvísi og betur út í dag.
Arið 1957 er svo ákveðið að fá Snorra
Sigurðsson skógfræðing til að heirnsækja
deildirnar og upplýsa og fræða menn, jafn-
framt er Jón J. Jóhannesson, kennari í
Skógum fenginn til að athuga árangur af
gróðursetningum vorið 1957 og kynna sér
hversu mikið er um afföll. Svo er að sjá að
vorið 1957 hafi verið gróðursettar uin
5800 plöntur og afföll hafi veið um 5-10%,
sem varla getur talist mikið.
Sýsluskógar
Það er svo á stjórnarfundi í janúar 1957
að hugmyndinni um sýsluskóga er fyrst
hreyft af stjórn félagsins, og líklegustu
aðilar til að leggja fram eitthvert fjármagn
sem um munaði, væru Kaupfélag Rang-
æinga, Kaupfélagið Þór, Hellu, og sýslu-
sjóður.
Það er því ljóst að á þeim tíma höfðu
menn trú á kaupfélögunum.
A stjórnarfundi 8. febrúar 1959 er
greint frá því að 13 þúsund plöntur hafi
verið gróðursettar í hreppagirðingar félag-
anna 1958. A þessum stjórnarfundi er
haldið áfram að ræða um sýsluskógana,
sem virðist hafa verið mikið hjartans mál á
þessum tíma. Ákveðið var að fá skóg-
/
Ymis félög
fræðing frá Skógræktarfélagi íslands til að
skoða nokkra staði í sýslunni, sem til
greina gætu komið. Á þessum sama fundi
var gengið frá bréfum til kaupfélaganna og
sýslusjóðs og þessir aðilar beðnir um fram-
lög eins og geta og vilji stæðu til. Ekki
kenmr fram í plöggum félagsins hvort ein-
hver árangur varð af þessari beiðni.
Á aðalfundinum 1959 er enn rætt um
sýsluskóga og þar kemur fram að menn
kvarta undan landþrengslum og telja að
aðeins sé nægilegt svigrúm á Rangár-
völlunum.
Árið 1959 eru svo gróðursettar 14 þús-
und plöntur, aðallega í skógræktargirðing-
arnar. Það er líka að koma í ljós að skóg-
ræktargirðingarnar eru að verða býsna
þungar í viðhaldi og félaginu erfiður baggi
að bera.
Vorið 1960 varð Skógræktarfélag
Islands þrjátíu ára. Af því tilefni bauðst
Skógræktarfélag Islands til að lána Skóg-
ræktarfélagi Rangæinga 10 þúsund plöntur
gegn því að annar aðili leggi fram 5
þúsund plöntur til viðbótar.
Á fundi í Múlakoti er svo ákveðið að
Fljótshlíðarhreppur leggi fram þessar
plöntur og þeim verði plantað í Tungu-
skóg. Telja má víst að þessi ráðstöfun hafi
orðið Tunguskógi til mikils framdráttar.
Á aðalfundi fyrir 1959 kom fram, að
mikil athugun hafði farið fram á landi í
sýslunni undir sýsluskóg, sem var hugsað
sem stórátak í skógrækt þar sem kraftarnir
yrðu sameinaðir og árangur yrði sýnilegur,
svo um munaði.
Þrátt fyrir að fjölmargir staðir væru
athugaðir, svo sem Hamragarðar, Hraun-
teigur, Skógar, Stórólfshvoll, Ölversholt og
fleiri staðir, kom mönnum saman um að
hvergi væri nægilegt land til stórfram-
kvæmda þar sem skilyrði væru jafnframt
æskileg. Þar sem landrými væri nóg vant-
aði girðingar og fjarlægðir of miklar,
annars staðar var talið að landrými væri af
-255-