Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 302
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Dánir
Þau Pétur og Anna eignuðust 7 hörn
og eru þau í aldursröð talin: Guðrún,
Guðjón, Hólmfríður, Guðmundur Páll,
Guðbjörg, Karítas og Dóra. Barnabörn
þeirra voru við fráfall Péturs orðin 19
talsins og langafabörn hans 2.
Sem áður sagði tóku þau Pétur og
Anna við allri vesturbæjarjörðinni á
Núpi af foreldrum Péturs og bjuggu þar
með uppvaxandi börnum sínum allt til
ársins 1981 er sonur þeirra og tengda-
dóttir, þau Guðmundur Páll og Hrund
Logadóttir komu til bús með þeim og
bjuggu ásamt þeirn félagsbúi til 1989.
Fyrstu tvö árin eftir að þau Guðmundur
Páll og Hrund komu til bús með þeim,
tók Pétur upp þráðinn frá æskuárunum
og fór á vetrarvertíð til Vestmannaeyja.
Þó að hann ynni í landi þau skiptin,
hafði hann eigi að síður mikla ánægju
af þessari upplifun á Eyjaverunni og
sjóvinnunni. Mátti á honum skilja að
sjómennskan hefði að líkindum alltaf
verið hans óskastarf, þótt örlögin og
uppruninn skipuðu honum sess á
bændabekk eins og raunar flestum for-
feðrum hans og frændum á fyrri tíð.
Síðustu árin á Núpi, og meðan heils-
an leyfði, stundaði Pétur jafnan vinnu á
haustin í frystihúsinu á Hvolsvelli.
Eignaðist hann þar góða vini meðal
vinnufélaga sinna, enda var hann
traustur verkmaður og hjálpsamur,
mikill vinur vina sinna, veitull og gest-
risinn. Var hann í því mjög samhentur
konu sinni og ríkti á heimili þeirra
mikil gestrisni og rausnarskapur, ekki
síður en áður hafði tíðkast á æskuheim-
ili Péturs þar á Núpi.
Jafnan voru börn og unglingar til
sumardvalar hjá þeim Pétri og Önnu á
Núpi, bæði barnabörn þeirra og aðrir
unglingar, og ríkti þar á milli gagn-
kvæm ánægja og þakklæti og varanleg
vinátta milli kynslóða.
Árið 1989 fluttu þau Pétur og Anna
til Reykjavíkur til Fríðar, systur Péturs.
Keyptu þau sér íbúð þar í sama húsi og
var Anna henni síðan til aðstoðar við
verslun hennar. Pétur var þá orðinn
heilsuvei 11 og lítt vinnufær. Hugurinn
mun þó oftast hafa verið á heima-
slóðum og oft var leiðin lögð austur að
Núpi á kærar slóðir. Og tæpast var
hann þá svo þreyttur eða lasinn að hann
færi ekki á hestbak þegar þangað var
komið, enda hafði hann mikið yndi af
hestum og átti jafnan gæðinga á bú-
skaparárum sínum.
Reyndar áttu þau Pétur og Anna líka
að góðu að hverfa þar syðra, þar sem
börn þeirra búa flest með fjölskyldum
sínum og barnabörnin þeirra yndi og
augasteinar og uppspretta stoltra og
glaðra stunda.
Heilsu Péturs hnignaði mjög síðustu
mánuðina sem hann lifði. Naut hann í
þessum veikindum sínum sem jafnan
áður frábærrar umhyggju og hjúkrunar
Önnu konu sinnar og annarra ástvina
sinna. Hann hafði dvalið á Landspítal-
anum um vikutíma er hinsta kallið
kom.
Hann var jarðsunginn frá Breiða-
bólsstaðarkirkju 19. apríl 1997.
Sr. Sváfnir Sveinbjarnarson,
Breiðabólsstað.
-300-