Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 275
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Dánir
og áður, smíða sterklegar hurðir og
lamir, sjá framfarir í kornræktinni sem
skiluðu svo miklum árangri og leggja á
ráð um heitavatnsleit, boruninni rétt hjá
gömlu rafstöðinni, sem hann hafði
stækkað og smíðað sjálfur túrbínuna í
og steypt skóflurnar fyrir, sem hann
hafði áður reiknað út og teiknað. Hann
var sannfærður að árangur næðist,
jörðin gæfi af sér hitann og orkuna,
eins og ljósið með vatnsorkunni áður -
og honum varð að ósk sinni og von.
Eggert andaðist heima hjá sér að
morgni 24. maí 1977 og var jarðsettur
frá Eyvindarhólakirkju 31. maí.
Sr. Halldór Gunnarsson í Holti.
Einar Oddgeirsson, Dalseli
Einar fæddist 20. júní 1924 í Ey-
vindarholti Oddgeiri Ólafssyni frá
Dalseli, síðar Eyvindarholti og Þórunni
Einarsdóttur frá Miðey í Austur Land-
eyjum. Einar var elstur fjögurra sona
þeirra, en yngri voru Símon, sem þau
misstu á öðru ári, síðan Símon og Ólaf-
ur. Foreldrar Einars höfðu árið áður
hafið búskap að Eyvindarholti með
foreldrum Einars, Ólafi og Sigríði.
Þremur árum síðar flutti Kjartan bróðir
Oddgeirs að Eyvindarholti með konu
sinni Guðbjörgu Jónsdóttur og hófu
þau einnig búskap þar, þannig að það
varð fjölmenni í gamla húsinu þar sem
fjölskyldurnar tvær bjuggu í sitt hvor-
um endanum og börnin sem ólust þar
upp urðu öll sem systkini, léku sér
saman og lærðu síðan vinnu fullorð-
inna, að takast á við bústörfin öll. A
þessum æskuárum Einars var þjóðin að
vakna til frelsis, starfa og dáða. Það
varð að sigra kreppuna og síðan að
takast á við nýjan tíma vélvæðingar en
þegar lokið var brúargerð yfir Markar-
fljót 1934 komu fyrstu bílarnir í sveit-
ina og Eyvindarholt varð í þjóðbraut.
Þetta var nýi tíminn sem kvaddi dyra
að Eyvindarholti og börnin fylgdust
með nýjum farartækjum og nýrri
tæknivæðingu, sem vakti drauma þeirra
og vonir.
Fjölskyldurnar voru samrýmdar og
þar ríkti sterk samheldni vináttu og
frændsemi. Einar varð snemma bú-
mannsefni, hugsun hans var um búfén-
aðinn, einkum kindurnar, hann var fjár-
glöggur og laginn við að hjálpa við
burð. Hendurnar hans höfðu eins og
lækningamátt fyrir dýrin sem hann
hjálpaði svo oft. Svo snemma sem
hann hafði aldur til fór hann á vetrar-
vertíð til Vestmannaeyja og vertíðar-
kaupið lagði hann til heimilisins og var
ætíð heima í annan tíma, nema þegar
hann sótti búfræðinám að Hvanneyri í
tvo vetur, en hann útskrifaðist þaðan
vorið 1945.
-273-