Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 64
Goðasteinn 1998
bragðs taka? Ekkert annað var
tiltækilegt til þess að komast hjá
fleiri daga biðdagagreiðslum, en
kasta öllum símastaurunum fyrir
borð, og freista þess, að þeir drifu í
land. Þetta var gert og allt fór vel.“
Skipstjórinn norski þverneitaði að
fara með staurafarminn upp að Sandi.
Hefur líklega óttast brimströndina og
sandrifin. Líklegt er, að verulegur hluti
símastauranna hafi rekið inn höfnina,
kannski eitthvað á Urðir. Símastaurar
voru þungir og erfiðir í flutningi.
A þessum tíma var höfnin opin,
engir hafnargarðar.
Stauraflutningur í Landeyjar
í Símablaðið, sem fyrr ef nefnt,
skrifaði Gísli J. Johnsen:
„En nú var eftir að koma staur-
unum til Landeyja, koma þeim upp
á Rangársand (Landeyjasand).
Viðhöfð var álíka aðferð, að mótor-
bátar fóru með þá upp að Sandi, þar
var þeim „fleygt“ fyrir borð, og þeir
látnir reka í land. Og allt fór vel.“
Staurarnir voru ekki settir um borð í
vélbáta í Eyjum, heldur drógu þeir
„flotin“ frá Eyjum og upp undir Land-
eyjasand. Nær víst má ætla að tveir
flotar hafi farið upp í Landeyjasand:
Að Hallgeirseyjarsandi, staurar í vestri
hlutann, þ.e. frá Affalli að Garðsauka.
Frá Hallgeirsey var miklu greiðari leið
með staurana upp Affallsbakka heldur
en úr Kotasandi í V.-Landeyjum.
Hinn hlutann fóru vélbátar með upp
að Önundarstaðafjöru, þaðan lá svo
sæsíminn til Eyja.
Hafi símalínan verið 37 km. eins og
flestar heimildir greina, þá hefur þurft
alls um 670 símastaura og þá líklegast
335 á hvorn stað, en 18 staurar voru
ætlaðir sem næst á kílómetrann.
Hinn 1. júlí 1911 skrifar Gísli J.
Johnsen Guðmundi Sigurðssyni bónda
og formanni í Litlu-Hildisey, síðar
verkstjóra í Eyjum, þar sem hann bjó í
húsi sínu Heiðardal:
„Herra Guðmundur Sigurðsson,
Hildisey. Símastaurarnir komu hing-
að í gærkvöldi með skipi beint frá
Noregi. Og þar eð ekki er nærri því
komandi að fá skipið til að fara upp
að Sandinum með þá, varð að neyð-
ast til að skipa þeim upp, og verður
svo að reyna að koma þeirn í flotum
til lands. Eg vil því biðja þig sam-
kvæmt umtali er þú varst hér á ferð
síðast, að veita þeim móttöku í
Sandinum og sjá um flutning á þeim
upp á grös. Hvað svo við tekur veit
ég ekki, en hygg þó að Fossberg
símstjóri hafi samið við viðkomandi
hreppsnefndir um flutning á þeim.
Ef mögulegt reynist, verður byrjað
að flytja þá héðan strax í nótt, og
gjöri ég ráð fyrir að það verði alls
einir 5 flotar.
Ég bið þig auðvitað að gjöra
þetta við svo litlum kostnaði sem
mögulegt er. Hér á í hlut almenn-
ingur og verður því ekki síður þess
vegna að halda vel og sparlega á, og
treysti ég þér til hins besta í því efni.
Virðingarfyllst
Gísli J. Johnsen“
-62