Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 303
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Dánir
Sigríður Magnúsdóttir, Borgareyrum,
M-Eyjafjöllum °
Hún var fædd að Álfhólahjáleigu í
Vestur-Landeyjum hinn 30. apríl 1905.
Foreldrar hennar voru hjónin Þóra
Þorsteinsdóttir, húsfreyja þar, og hóndi
hennar Magnús Bjarnason. Var hún elst
7 systkina, sem auk hennar voru þau
Grímur, Þorsteinn, Sigurður, Bjarni,
Magnús og Magnþóra Gróa, en hún ein
lifir sinn stóra systkinahóp. Magnús
faðir þeirra lést á fæðingardegi yngsta
barnsins 1921. Bjó Þóra móðir þeirra
áfram ásarnt Ólafi bróður sínum, en
varð að láta þrjú barna sinna í fóstur.
Eftir að hin börnin fjögur voru upp-
komin gerðist hún bústýra á Arnarhóli
þar í sveit, og giftist síðar Þorgeiri
Tómassyni, bónda þar. Tóku þau í fóst-
ur og ólu upp Magnús Sigurð, son
þeirra Sigríðar og Markúsar í Borgar-
eyrum. Bjó Þóra á Arnarhóli til ævi-
loka 1966.
Sigríður var 16 ára gömul er faðir
hennar féll frá, og átti þann eina kost
að fara að vinna fyrir sér út í frá, þótt
heimili ætti hún áfram hjá móður sinni
í Álfhólahjáleigu næstu árin. Löngu
fyrr, eða 11 ára gömul, var hún þó farin
til vinnu út af heimilinu, og var hennar
fyrsta starf að vakta hesta sjómanna á
sandabátnum Farsæli úr Landeyjum,
sem Valdimar Jónsson í Álfhólum var
formaður á, upp á hálfan hlut. Var hún
þegar á unglingsárum orðin vinnukona
hér og þar um Landeyjar, fór til gegn-
inga í misjöfnum veðrum á vetrum,
gekk að heyskap og erfiðum heyflutn-
ingum á blautum og gljúpum Land-
eyjamýrum, vann á saumaverkstæði í
Reykjavík og sótti vertíð til Eyja. Að
öllum þessum störfum gekk Sigríður
með gleði þótt ung væri og óhörðnuð,
og því skópu þau í huga hennar bjartar
minningar bernsku og æsku sem aldrei
fyrntust og urðu henni sífellt dýrmætari
sjóður er á ævina leið.
Árið 1929 hóf Sigríður búskap að
Borgareyrum með Markúsi, syni hjón-
anna þar, þeirra Jóns Ingvarssonar og
Bóelar Erlendsdóttur. Bjuggu þau í fé-
lagi við þau hjón í röska tvo áratugi, en
tóku að fullu við búi árið 1950. Markús
vann þó fyrst og fremst að söðlasmíði
og öðru iðnverki. en hann var dverg-
hagur og listfengur handverksmaður,
og víðkunnur hér á Suðurlandi fyrir sín
meistaraverk. Annir bústarfa og gest-
kvæms heimilis hvíldu því frekar á
herðum Sigríðar, sem aldrei brást vax-
andi skyldum, ætíð árrisul, ósérhlífin
og dugandi verkmanneskja til allra
hluta. Börnin þeirra, sem alls urðu 10
fæddust eitt af öðru á 17 árum. Elst var
Hulda, sem lést 1987, þá Hrefna, því
næst Magnús Sigurður sem fyrr er
getið, og lést 1991. Sfðan kom Eygló,
þar næst Erla og þá Ester, sem lést 5
ára gömul árið 1945. Næstur er Grímur
-301-