Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 226
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Sóknir
skápur fyrir skrúða og messuklæði.
Söngnemendur Sigurveigar Hjaltested,
sem höfðu æfingaaðstöðu í húsinu
veturinn 1996-‘97 án endurgjalds, færðu
safnaðarheimilinu að gjöf rafmagnshellu,
kaffivél og stálbakka.
Hafist var handa við að setja upp nýja
timburgirðingu um kirkjugarðinn norðan-
og austanverðan, og var það verk í hönd-
um Kristins Gunnarssonar, sem séð hefur
um allar framkvæmdir í garðinum frá því
breytingar og endurbætur hófust 1993.
Hinn 28. ágúst 1997 var hin nýja viðbót
Oddakirkjugarðs vígð, undir eins og þar
var jarðsett í fyrsta sinn.
A aðalsafnaðarfundi vorið 1997 var
ákveðið að láta kanna möguleika á
stækkun Oddakirkju, og hefur verið leitað
tii Guðjóns Magnússonar, arkitekts, um
frumathugun á málinu. Þess má vænta að
mótaðar hugmyndir að slíku verki geti
orðið grundvöllur umræðna og skoðana-
skipta um málið á aðalsafnaðarfundi 1998.
Sóknarnefnd Oddasóknar var svo skip-
uð að loknum aðalsafnaðarfundi 1997:
Friðsemd Hafsteinsdóttir, Hellu, formaður,
Anna María Kristjánsdóttir, Helluvaði IV,
gjaldkeri, Aðalheiður Högnadóttir, Ægis-
síðu V, ritari, Jakobína Erlendsdóttir, Hellu
og Gísli Stefánsson, Hellu. Safnaðarfull-
trúi er Bragi Gunnarsson, Hellu.
Keldnasókn
í Keldnasókn fyrirfundust 65 sálir hinn
1. desember 1997; 36 karlar en 29 konur.
Sex ára og yngri eru þar 8, 7-14 ára 11;
einn 15 ára, 16-18 ára eru 4, 19-66 ára 35
og 67 ára og eldri eru 6.
Messuhald var sama sniðs og undan-
gengin ár. Að Keldnakirkju var messað
eigi sjaldnar en 6 sinnum, en þetta árið
fóru þar engar aðrar kirkjulegar athafnir
fram. Að sumrinu vitja margir ferðalangar
Keldnastaðar, og skoða þá kirkjuna um
leið og bæinn gamla og hinn forna Keldna-
skála. Þessi misserin standa yfir þarfar
endurbætur á gömlu bæjarhúsunum á
vegum Þjóðminjasafns. Sóknarnefnd
Keldnasóknar hefur einnig veg og vanda
að lagfæringum kirkjugarðs, sem um skeið
hafa staðið yfir og fram var haldið á árinu.
I sóknarnefnd Keldnasóknar situr, auk
Keldnahjóna, Drífu Hjartardóttur og Skúla
Lýðssonar, Oddný Sæmundsdóttir, Gunn-
arsholti. Drífa er jafnframt safnaðarfulltrúi.
Kirkjuhvolsprestakall
/
Þykkvabæjar-, Arbæjar- og Kálfholtssóknir
Safnaðarstarf hefur verið sem hin fyrri
ár, sóknarnefndir og kirkjukórar og annað
starfsfólk rækir störf sín af prýði og
samvinna er alls staðar góð.
Kálfholtssöfnuður
I páskamessu flutti Tryggvi Svein-
björnsson í Heiði frumsamið djasslag,
Eyrún Jónasdóttir í Kálfholti söng einsöng
og Grétar Geirsson í Ashól lék fyrir
kirkjufólkið á orgelið. Eyrún og Grétar
stjórna kórnum saman. Prestur spurði
söfnuðinn spurninga í ræðunni og eftir
útgöngubæn bar Stefán Runólfsson með-
hjálpari fram athugasemdir um trúarjátn-
inguna. Safnaðarfólk ræddi spurningar
hans eftir messu og tók prestur þær til
umræðu í næstu prédikun. í apríl var
Kristín Bergþóra Loftsdóttir í Framnesi
jarðsungin á æskuslóðum sínum í Land-
eyjum.
-224-