Goðasteinn - 01.09.1998, Blaðsíða 268
ANNÁLAR
Goðasteinn 1998
Greinarhöfundur, Sigríður Th.
Sæmundsdóttir.
Ráðagóður var hann við uppbyggingu
hins nýja Hellulæknishéraðs. Hann var
elskaður og virtur af öllum. I minningu
hans var þessi sjóður stofnaður.
Markmið sjóðsins er að styrkja á ýmsan
hátt heilbrigðis-, líknar- og sjúkramál
þeirra sem eiga heima í Hellulæknishéraði.
Fjáröflunarleiðir sjóðsins hafa verið
með ýmsu móti: Framlag frá kvenfélögun-
un, seld minningakort, og hefur sala þeirra
gengið vel. Guðríður Bjarnadóttir á Hellu
hefur í langan tíma séð um sölu þeirra.
Mesta tekjulind sjóðsins er sala jólakorta
sem kvenfélögin sjá um ár hvert.
Stjórn Minningarsjóðsins treystir því að
íbúar Hellulæknishéraðs haldi áfram að
styðja við bakið á starfi okkar, þannig
getum við haldið áfram að starfa eftir þeim
reglum, sem settar voru í upphafi.
Aðaláhugamál var að byggt yrði Dval-
arheimili aldraðra heima í héraði. Fyrsta
skóflustungan var tekin 28. júní 1974 og
um haustið 1977 var Dvalarheimilið
tilbúið og tók til starfa og var gefið nafnið
Lundur.
/
Ymis félög
Það var árið 1976 sem fyrst var veitt úr
sjóðnum kr. 500.000 til byggingarinnar.
Svo var langlegudeild opnuð 1994 og þá
gaf Minningarsjóðurinn öll sjúkrarúmin.
Það var rnikið átak sem sýnir hvað hægt er
að gera þegar við vinnum saman.
Á hverju ári hefur verið hugsað til
Lundar og athugað hvað við getum gert,
og höfurn þá notið góðra leiðbeininga frá
forstöðukonum hverju sinni, sem við
þökkum.
Gjafir hafa verið gefnar, t.d. sjónvarp,
rakatæki, 2 sjúkrarúm, hárþurrka, þrekhjól,
hárþvottabakki, sólstólar og borð, baðlyft-
ari og nú síðast voru gefnar kr. 300.000 í
sólpall fyrir utan húsið.
Á seinni árum hefur sjóðurinn styrkt
þrjú heimili í Hellulæknishéraði.
Við sem höfum starfað í stjórn Minn-
ingarsjóðs Olafs Björnssonar þökkum störf
allra, sem hafa verið látin í té af frjálsum
vilja.
Sá skilningur og samhugur sem hefur
ríkt á meðal okkar hefur gefið kraft til að
styrkja heilbrigðis-, líknar- og sjúkramál
heima í héraði.
Það er svo margt hægt að gera.
Sjóðsstjórn er nú þannig skipuð: Ragn-
heiður Skúladóttir formaður, Jóna Vald-
imarsdóttir gjaldkeri, Sigríður Th. Sæ-
mundsdóttir ritari, og meðstjórnendur eru
Hlín Magnúsdóttir, Margrét Bjarnadóttir,
og Sigrún Þorsteinsdóttir.
Sigríður Th. Sæmundsdóttir
-266-