Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 5
4
Höfundar efnis:
Aðalsteinn Ingi Jónsson, f. 1952, ferðaþjónustubóndi og hreindýraleiðsögumaður, búsettur á Jökuldal.
Agnar Hallgrímsson, f. 1940 – d. 2019, sagnfræðingur.
Arndís Þorvaldsdóttir, f. 1945, fyrrv. starfsmaður Héraðsskjalasafns Austfirðinga, búsett á Egilsstöðum.
Árni Jónatansson, f. 1869 – d. 1936, vinnumaður í Vopnafirði.
Halldór Vilhjálmsson, f. 1933, fyrrverandi framhaldsskólakennari, búsettur í Reykjavík.
Helgi Hallgrímsson, f. 1935, náttúrufræðingur og rithöfundur, búsettur á Egilsstöðum.
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir f. 1993, listfræðingur, aktívisti og fyrirlesari, búsett í Hafnarfirði
Jóhann Valdórsson f. 1920 – d. 2000, bóndi á Þrándarstöðum í Eiðaþinghá.
Ólafía Herborg Jóhannsdóttir f. 1945, grúskari, búsett á Stekkjarhjalla í Hróarstungu.
Rannveig Þórhallsdóttir, f. 1974, fornleifafræðingur, búsett á Seyðisfirði.
Sigurður Ingólfsson, f. 1966, doktor í frönskum nútímabókmenntum, guðfræðinemi og ljóðskáld, búsettur
í Reykjavík.
Sigurjón Bjarnason f. 1946, bókari, búsettur á Egilsstöðum.
Þór Hreinsson, f. 1968, skrifstofustjóri, búsettur í Hveragerði.
Þórarinn Lárusson, f. 1940, fyrrverandi ráðunautur á Norður- og Austurlandi og tilraunastjóri á Skriðuklaustri,
búsettur á Egilsstöðum.
Þórarinn Þórarinsson f. 1904 – d. 1985, fyrrverandi skólastjóri á Eiðum og guðfræðingur.
Þórður Tómasson, f. 1921, fræðimaður og fyrrverandi safnvörður, búsettur í Skógum undir Eyjafjöllum.
Kápumynd
Aron Kale er fæddur árið 1989 í Reykjavík en hefur frá 10 ára aldri
búið á Fljótsdalshéraði, þar sem hann býr enn og starfar. Þar stundaði
hann nám við Menntaskólann á Egilsstöðum á starfsbraut og útskrif-
aðist árið 2012.
Aron Kale var valinn listamaður hátíðarinnar List án landamæra
árið 2018. Aron hefur sett svip sinn á List án landamæra á Austurlandi,
haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum. Þá sýndi
Aron á LungA Art Festival á Seyðisfirði árið 2016 með þeim Daníel
Björnssyni og Odee.
List Arons Kale er drifin af áhuga á manneskjunni og tilveru hennar. Mannamyndir eru í
forgrunni í list hans og hafa sterka skírskotun í japanskan poppkúltúr líkt og anime og manga.
Ferlið á bakvið verk Arons er um margt merkilegt. Hann er virkur í sköpun sinni, afkasta-
mikill, og vinnur öll verk í einni beit – pensillinn er aldrei mundaður tvisvar við sama verk.
Litaval hans er afgerandi og litskrúðugt, dregur fram sterkar andstæður með vali sínu sem
skapar dýpt. Andlitin sem prýða verk hans eru svipsterk og sótt bæði í poppmenningu, eins
og bíómyndir og sjónvarpsþætti, en ekki síður til fjölskyldu og vina Arons.
Aron er listamaður í stöðugri mótun og hefur undanfarið látið að sér kveða sem DJ lista-
maður, eins og hann kallar sig.
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir