Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 43

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 43
42 Múlaþing er nánar lýst í bók Ólafs Jónssonar: Berg- hlaupum, (Ak. 1976, bls. 135-138) og í ferða- dagbók minni, sem hér verður gripið niður í: „Gekk svo fram og niður í Grjótárbotna- hólana, og inn fyrir Grjótá efst í hólunum. Þar heita líklega Hryggir og Klofahryggir efst, en djúp gildrög (nú þurr), sem ganga inn á milli þeirra kallast Skot. Á efsta hryggnum, innan og ofan við Skotin, rakst ég á smalakofann, sem mynd er af í „Búkollu“. Kofinn er hlaðinn úr áður umræddu líparít(andesít)-bergi, sem þarna er mikið klofið í hellur, flögur og fleina. Kofinn er ferkantaður, um 8 feta langur og 6,5 feta breiður að utan (NA), en um 7 fet að sunnan, og vegghæðin er um 1,50 m, en innanmál aðeins um 3 × 4 fet. Norðan- megin í kofanum er setstallur úr grjóti, um 1,5 fet á breidd og hæð, klæddur mosa að ofan. Dyr eru austan (SA) á kofanum, um 2 fet á hæð og um 1,5 fet á breidd. Yfir þeim er stór hella. Uppi á ferhyrning veggj- anna er raðað hellum í hring, sem ganga dálítið inn fyrir brúnina, og lítur út fyrir að þannig hafi verið byggt helluþak yfir kofann, með því að skara hellurnar sífellt innar eftir því sem ofar dró, en það er nú hrunið og í staðinn komið sporöskjulaga op ofaná kofanum. Furðu lítið er þó af hellum á kofagólfinu, svo ef til vill hefur verið reft yfir með spýtum, eða jafnvel verið op að ofan.“ Kofinn er líklega í um 300 m hæð yfir sjó. Samkvæmt myndinni í „Búkollu“, sem líklega er tekin á árunum 1960–70, hafði kofinn lítið breyst þegar ég skoðaði hann 1992. Gamla myndin sker ekki úr um gerð þaksins. Hnefilsdalur á Jökuldal: „Skammt þarna framar heitir Þverártangi, sem myndast þar sem kemur mikill sveigur á Hneflu... Þar skammt ofar hækkar landið allverulega. Þar er stór fles, sem heitir Flóaháls. Vestan við hann kemur Þröng við gilið, þar sem heitir Einstig. Á brúninni austur af Flóahálsinum, yzt, er stór og mikill melur, flatur ofan, sem heitir Hellumelur eða Smalamelur. Þar er mjög haglega gerður smalakofi, tvö her- bergi, allur gjörður úr hellum og þakið líka.“ (Örnefnaskrá Hnefilsdals). Þetta er nokkuð innarlega á Hnefilsdalnum, líklega í um 450 m hæð y.s. Þessi smalakofi er sérstæður að því leyti að hann er tvískiptur, ef til vill hlaðinn af tveimur smölum, enda var oft tvíbýlt í Hnef- ilsdal, og auk þess nokkur afbýli fyrr á öldum. Ekki hefur tekist að afla frekari heimilda um þennan kofa. Eflaust eru til fleiri heillegar minjar um smalakofa á Fljótsdalshéraði, þó mér séu ekki kunnar. Ég hef ekki farið skipu- lega yfir örnefnaskrár annarra hreppa, í leit að smalakofum. Ekki var ætlunin að þurrausa efnið hér, heldur að vekja athygli á því, í þeirri von að aðrir bæti um betur. Heimildir Ármann Halldórsson (ritstj.): Sveitir og jarðir í Múlaþingi II. bindi, 1975. Elín Ósk Hreiðarsdóttir: Smalakofar. Í bók Birnu Lárusdóttur: Mannvist, sýnisbók íslenskra forn- leifa, Opna, Rvík. 2011, bls. 249-259. Halldór Stefánsson: Ævislóð og mannaminni. Rvík. 1971. Helgi Hallgrímsson: Fljótsdæla. Mannlíf og nátt- úrufar í Fljótsdalshreppi. Skrudda, Rvík. 2016. Jónas Jónasson frá Hrafnagili: Íslenzkir þjóðhættir. 3. útg. 1961. Metúsalem J. Kjerúlf: Æskuminning. Heima er bezt 11 (7), 1961, bls. 236. Tryggvi Emilsson: Fátækt fólk. Rvík. 1976. Bréflegar og munnlegar heimildir: Gunnar Jónsson, Egilsstöðum (2012), Jóhann Frí- mann Þórhallsson, Brekkugerði (1991, 2016), Páll Pálsson, Aðalbóli (1991).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.