Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 112

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 112
111 Tíminn líður og það sem við lifum í dag gleymist á morgun. Margt af því er þó þess virði að það varðveitist, verði ekki gleymskunni að bráð. „Kynslóðir koma – kynslóðir fara“. Eftir liggja óljósar slóðir úr fortíðinni sem við öll viljum reyna að halda til haga, auka þekkingu okkar á því sem forfeðurnir höfðust að. Þó er nú svo að aðeins fáum okkar auðnast að skilja eftir okkur slíka þekkingu. Hæfileikana skortir, viljann, aðstæðurnar. Allt verður þetta til þess að við núlifandi og börn framtíðarinnar vitum afar lítið um það sem liðið er. Múlaþing hefur frá upphafi gegnt því mikilvæga hlutverki að halda til haga brotum úr byggðasögu Austurlandsfjórðungs. Óhætt er að fullyrða að margt af því sem ritið hefur birt hefði annars horfið í haf minninga þeirra sem síðan hurfu úr þessum heimi. En Múlaþing hefur frá upphafi þrifist á nokkrum bjargvættum sem hafa haldið til haga fróðleik úr fortíð, ýmist úr eigin minningasjóði eða af því sem þeir hafa heyrt og munað af eldri ritum eða úr munnlegri geymd. Einn af þessum bjargvættum var Ingimar Sveinsson á Djúpavogi, en hann lést á Dvalarheimilinu Uppsölum á Fáskrúðsfirði þann 29. maí 2020 á 94. aldursári. Ingimar var fæddur á Hálsi í Hamarsfirði og mestalla starfsævina var hann kennari og skólastjóri í heimabyggð sinni á Djúpavogi. Hann mun snemma hafa lagt sig eftir því að halda til haga fróðleik um fyrri tíð auk þess sem hann skráði ýmislegt úr samtíð sinni. Framlag hans til Múlaþings er drjúgt og óvíst að margt af því hefði varðveist ef hans hefði ekki notið við. Auk fjölmargra greina sendi hann frá sér tvær bækur, 400 ár við voginn og Siglt og róið um Eyjasund. Auk áhuga á byggðasögu var Ingimar áhugasamur og margfróður um umhverfi og náttúru í sinni heimabyggð. Var hann gjarna kallaður til leiðsagnar gestum sem vildu kynnast hinu fagra og margbreytilega umhverfi þorpsins á Djúpavogi. Fór margur vel nestaður úr slíkum leiðöngrum. Með þessum fátæklegu orðum viljum við sem að Múlaþingi stöndum þakka mikil- væg og vel framsett framlög Ingimars í ritið um leið og við væntum þess að einhverjir verði til að feta í slóð hans við ritun fróðleiks úr fyrri tíð. Sigurjón Bjarnason Minningarorð Ingimar Sveinsson f. 19. júní 1927 - d. 29. maí 2020
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.