Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 132
131
„Sér hún hátt og vítt um veg“ - hinsta hvíla konu frá 10. öld á Vestdalsheiði.
Hnífurinn
Að auki fannst eineggja hnífur úr járni (9,45
cm að lengd, 27 g) af hefðbundinni járna-
ldargerð í skúta „fjallkonunnar“ (myndir 26
og 27). Hnífurinn var ryðbrunninn á yfir-
borði, blaðið virtist heilt með ávölum oddi en
tanginn brotinn. Forverðir Þjóðminjasafnsins
röntgenmynduðu hnífinn til að meta hvort að
skreyti væri að finna á hnífnum, en ekkert
slíkt fannst.
Perlurnar
Perlur voru framleiddar víða um heim á vík-
ingaöld. Þær virðast hafa fylgt víkingum alla
tíð og gengið kaupum og sölum á verslunar-
leiðum þeirra um höf og lönd. Framleiðslu-
staðir glerperla voru víða á verslunarstöðum
Evrópu og suð-vestur Skandinavíu á níundu
og tíundu öld. Glerperlur voru til að mynda
framleiddar í Helgö og Paviken í Svíþjóð
og fornleifarannsóknir í Birka í Svíþjóð og
Ribe í Danmörku sýna að glerið sem var
notað til að framleiða perlurnar á þessum
verslunarstöðum var innflutt. Raf var flutt
út frá Skandinavíu til perlugerðar og perlur
úr karneól eru taldar hafa verið fluttar inn frá
Indlandi og Íran (Dubin, 1987, bls. 74-77).
Talið er að perlur hafi borist til Íslands með
fyrstu kynslóð landnámsmanna og verið
notaðar hér á landi síðan en með breyttum
áherslum með innleiðingu kaþólskrar kristni.
Eins og áður hefur komið fram fjallaði Elín
Ósk Hreiðarsdóttir um perlur fjallkonunnar
í MA ritgerðinni Íslenskar perlur á víkinga-
öld: með viðauka um perlur á síðari öldum
(Elín Ósk Hreiðarsdóttir, 2005a og 2005b).
Íslenskar perlur frá víkingaöld voru þegar
ritgerð Elínar var skrifuð 1175 talsins. Geta
má þess að síðar hafa fundist um 150 perlur frá
víkingaöld við uppgröft á Stöð í Stöðvarfirði
(Bjarni F. Einarsson, 2021). Elín Ósk taldi að
íslenskrar perlur væri sérstæður gripaflokkur
fyrir margra hluta sakir; þær væru frá öllum
Mynd 28. Perlur fjallkonunnar á uppgraftarstað þann 4.
ágúst 2004. Ljósm.: Sólveig Sigurðardóttir.
Mynd 26. Hnífur „fjallkonunnar“. Ljósm.: Ívar Brynjólfsson, Þjóðminjasafn Íslands.
Mynd 27. Röntgenmynd af hníf „fjallkonunnar“. Ljósm.:
Sandra Sif Einarsdóttir, Þjóðminjasafn Íslands.