Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 70
69
Saga Guðrúnar Helgu Finnsdóttur frá Geirólfsstöðum í Skriðdal
„Ég hafði farið frá ungri konu og
nýfæddum syni hingað vestur sumrinu
áður (1903) og haft stopula atvinnu. Var
ráð mitt því mjög á reiki um, hvort okkar
ætti að sigla á sjóinn. Hún hingað vestur
eða ég aftur heim.
Mér var sagt að í enskri prentsmiðju
væri ekki vegur að fá atvinnu. En í þeim
íslensku hafði ég unnið með slögum. Í
annarri í sjúkdómsforföllum eins prent-
arans, en í hinni nokkuð lengur. Og þótt
mér væri sagt þar upp vinnunni, var ég
látinn frétta á skotspónum, að það væri
undir mér sjálfum komið, hvort ég héldi
þar atvinnu eða ekki. Ég kunni þessu að
vísu illa, en fannst þó, að ég hefði sloppið
úr tröllahöndum þegar ég komst á snoðir
um hver skilyrðin voru.“
Strax veturinn 1903 til 1904 hafði Gísli gengið
í söngflokk Únítarakirkjunnar ásamt Þórarni
bróður sínum sem var þar organisti. Þar kynn-
ist hann séra Rögnvaldi Péturssyni sem mikið
er fjallað um í bréfasafninu. Gísli gerðist
heimagangur í húsi Rögnvaldar.
Í maí árið 1904 hóaði Rögnvaldur saman
12 mönnum og fékk þá til að bindast sam-
tökum um að stofna nýtt frjálslynt tímarit. Alls
níu manns lofuðu að leggja 25 dölum fyrirtæk-
inu til styrktar. Á þessum fundi var tímaritið
Heimir stofnað og fyrsta blaðið kom út 15.
júlí 1904 og entust kraftarnir í 9 ár, þangað
til Rögnvaldur var ritstjóri Heimskringlu
árið 1914. Gísli gerðist hluthafi á þessum
stofnfundi og réðst í um leið að stofna litla
prentsmiðju á eigin kostnað. Með henni var
tímaritið Heimir stofnað og prentaði Gísli
Guðrún Finnsdóttir, skáldkona frá Geirólfsstöðum og dætur hennar Bergþóra, Ragna og Gyða, ásamt óþekktri
vinkonu, myndin er tekin í bakgarði húss fjölskyldunnar í Winnipeg. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands.