Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 147

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 147
146 Múlaþing Elín Ósk fjallaði um gildi haugfjár í perlukumlum í áðurnefndri MA ritgerð sinni. Haugfjárgildi 2-4 var fremur fátæklegt, haug- fjárgildi 4-6 fremur ríkmannlegt og kuml með haugfjárgildi hærra en 6 töldust ríkmannleg. Fornleifafundur „fjallkonunnar“ var metinn á 31 stig og trónaði á toppi perlufunda frá víkingatímanum á Íslandi (Elín Ósk Hreiðars- dóttir, 2005a, bls. 129-133). Samkvæmt skil- greiningu Elínar Óskar hér að framan má telja fornleifafund „fjallkonunnar“ ríkmannlegan. Þó eru aðrir gripir en perlurnar (brjóstnælur, þríblaðanæla, kringlótta nælan, hringprjón- inn) frekar hefðbundið skart, sem vísar til hefðbundins klæðaburðar, þó að hann hafi að öllum líkindum verið í ríkmannlegra lagi sé miðað við önnur kvenkuml á Íslandi. Sam- kvæmt Kristjáni Eldjárn hafa fundist 316 kuml á Íslandi, af þeim var hægt að kyngreina 165 kuml. Um 100 kuml voru kuml karla en aðeins 65 kuml kvenna. Í Noregi er hlutfallið 3.818 karlkuml á móti 1.152 kvenkumlum (Kristján Eldjárn, 2016, bls. 255-256, 301-303). Seiðmaður eða völva? Sigurður Bergsteinsson hafði fjallað um þann möguleika að „fjallkonan“ hafi hugsanlega verið völva eða seiðkona út frá fjölda perla fjallkonunnar og Michéle Hayeur Smith hefur sett fram hugmyndir um að tengja megi raf við galdra og gyðjuna Freyju í norrænni goða- fræði (Michéle Hayeur Smith, 2003a, bls. 307-309). En hvað ef „fjallkonan“ var karlmaður – og þá ef til vill seiðmaður? Árið 2009 fannst í Lejre í Danmörku lítill og mjög áhugaverður silfurgripur, í uppgreftri á vegum safnsins í Roskilde, sjá mynd 42. Gripurinn er smár, aðeins 1,75 cm hár, 1,98 cm breiður og 1,25 cm langur. Hann vegur aðeins 9 g og er talinn vera frá á tímabilinu 900–950 A.D. Á gripnum má sjá einstakling, að því er virðist af háum metum, sitja í hásæti, klæddan ríkmann- legum klæðum og skreyttan miklu magni perla í hálsfesti. Á hásætinu sitja tveir fuglar og hásætið er skreytt með dýrahausum, en skreyti þeirra hefur verið tímasett til 900–950 e. Kr. Christensen hefur sett fram þá kenningu að gripurinn tákni Óðinn í kvenfötum, með Huginn og Muninn sitjandi á örmum hásætis- ins (Christensen, 2013, bls. 65-78). Ennfremur vakti Neil Price athygli á því að karlmaður var grafinn með haugfé sem myndi teljast „kvenlegt“ í gröf 9 að Vivallen, Härjedalen í Svíþjóð. Gripirnir í gröfinni voru hálsmen með gler- og kristalperlum, nælu úr silfri, silfurhring og nálhúsi og belti (oriental warrior harness) og hann var klæddur í kjól úr hör (Price, 2002, bls. 271-272). Með hliðsjón af framansögðu, þ.e. perlufjölda „fjallkonunnar“ sem gæti hafa borið sjö- til áttfalda perlufesti á milli brjóstnæla, er ekki útilokað að „fjall- konan“ sé karl – og þá í hlutverki seiðmanns, eða Óðins. Í 11. kafla Norna-Gests þætti segir: „Þar fóru þá um landit völur, er kallaðar váru spákonur ok spáðu mönnum aldr. Því buðu menn þeim ok gerðu þeim veizlur ok gáfu þeim gjafir at skilnaði.“ (Norna-Gests þáttur, Mynd 42. Silfurgripurinn frá Lejre. Teikning Rune Knude/ Zoomorgraphic, bls. 66. Christensen.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.