Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 73

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 73
72 Múlaþing Á þessum tímum jafnt öðrum voru hjónin samhent og vissu hvað hinu kom best. En hinsvegar hefur óbærilegur söknuður eftir dótturina sennilega markað þunglyndisblæ. Á það við um sum kvæði Gísla í ljóðabókinni Farfuglar sem hann gaf út ári eftir andlát Unnar. Einnig á það við um sögur Guðrúnar sem hún skrifaði eftir þennan mikla missi (Stefán Einarsson, 1962). Ritstörf Guðrúnar Guðrún var skáld og mikil kona, gáfuð, skap- mikil og mild í senn. Hún hefur afkastað meira í starfi en flestar aðrar konur. Samhliða því að hún átti fimm börn og var húsmóðir á mjög gestkvæmu heimili tók hún mikinn þátt í félagsskap íslenskra kvenna í Sambands- kirkjunni í Winnipeg. Í æsku hneigðist hugur Guðrúnar mjög að skáldskap. En aðstæður íslensku innflytjendanna voru ekki þannig að konur gætu sinnt ritstörfum. Það var ekki um neina húshjálp að ræða. En þegar börn hennar stálpuðust tók skáldið til starfa á ný (Gerður Jónasdóttir, 1950). En hún gerði þó tilraunir til að skrifa nokkrar smásögur. Það var ekki fyrr en árið 1920, er Guðrún var rúmlega hálf- fertug, að fyrsta sagan hennar „Landsskuld“ kom út í öðrum árgangi Tímarits Þjóðrækn- isfélagsins (Einar Páll Jónsson). Einar Páll Jónsson (1950) lýsir rit- hæfileikum Guðrúnar í bókinni Ferðalok: „Við komu mína til Winnipeg áratug síðar (eftir komu Guðrúnar), dvaldi ég fyrstu næturnar á heimili Guðrúnar og Gísla bróður, eiginmanns hennar. Þá var Guðrún í kyrrþey farin að semja skáldsögur sínar, og las upp úr þeim mér nokkra kafla: þær höfðu á mig djúp áhrif; form þeirra var slípað og frásögnin laus við sundurgerð; ég fann að hún í efnisvali sínu kom mikið til að óyrktu landi; viðfangsefnin, mörg hver, gripu djúpt inn í baráttusögu íslenska land- námsmannsins vestanhafs, þar sem sigrar og söknuður héldust í faðma, samúð dreng- skaparkonunnar varpaði á sögur hennar mildum bjarma sem óhjákvæmilega fann viðkvæman hljómgrunn í hugskoti lesand- ans: það var ekki um að villast, að hér var höfundur að verki, sem ritaði að innri þörf og vissi fótum sínum forráð.“ Ein af þessum fyrstu sögum sem hún skrifaði eftir að hún flutti til Kanada minnir á hennar eigin reynslu. Það er sagan „Utangarðs“ sem lýsir tilfinningum ungrar stúlku (vesturfara) sem stendur á vegamótum. Hún er óráðin hvort hún eigi að hverfa heim aftur til íslensku sveitarinnar, dalsins eða að gefa sig á vald sólríkrar sléttunnar og heillandi vestur-ís- lenskrar æsku. Henni er í mun að dansa lífið út við hlið eiginmannsins. Sagan er því líklega að geyma hugblæ Guðrúnar á þessum fyrstu árum hennar vestra (Stefán Einarsson, 1950). Á árum 1920 til 1931 kom margar sögur í tímaritum. Hún fjallar um málefni samtímans í mörgum þessum sögum. Nokkrar þeirra fjalla einnig um reynsluheim innflytjenda og er sagan „Fýkur í sporin“ ágætt dæmi. Þar segir Guðrún: „Ævilaun útlendingsins eru oftast rýr, og ávallt hin sömu: honum er gefið land að vísu, en hann gefur í staðinn ævina, heils- una og alla starfskraftana. Já, landið tekur hann sjálfan, líkama og sál og börnin hans í þúsund liðum.“ (Stefán Einarsson, 1950). Helga Kress (2006) skrifaði grein um ritstörf Guðrúnar sem ber nafnið Utangarðs: Um samband landslags, skáldskapar og þjóðerni í sögum Guðrúnar H. Finnsdóttur. Í greininni kemur vel fram að konur áttu ekki sömu tæki- færi þegar kom að ritstörfum eins og karlar. Þrátt fyrir það var sögum hennar vel tekið á Íslandi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.