Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 38

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 38
37 Smalakofar á Upp-Héraði Besta yfirlit um smalakofa, sem mér er kunn- ugt, er í bók Birnu Lárusdóttur: Mannvist, sýnisbók íslenskra fornleifa, (Opna, Rvík, 2011). Þar ritar Elín Ósk Hreiðarsdóttir sér- stakan kafla um smalakofa, bls. 249-259, með mörgum myndum af kofarústum, og er stuðst við hana í þessari grein. Smalakofar í Skógum og Fljótsdal Höfundur skoðaði örnefnaskrár jarða í Fljóts- dal og Skógum í leit að smalakofum, og kom í ljós að þeirra er allvíða getið, jafnvel á stöku stað með nöfnum. Flestir eru þeir fallnir í rúst fyrir löngu, en a.m.k. tveir standa ennþá með sínum helluþökum, þ.e. á Egilsstöðum og Brekku. Reyndar er hvorugs þeirra getið í örnefnaskrá. Höfundur hefur ekki skoðað þá sjálfur, en fengið lýsingar og myndir af þeim. Mjóanes: „Um Kleppsskarð liggja götur að Sauðhaga, kallaðar Sauðhagagötur. Utan við götuna á Hálsinum er Grávarða (Grástrýta). Þar er smalabyrgi við vörðuna. Þar heita líka Miðholt. Vestur af Grávörðu er grýtt hæð, sem heitir Tíkarhraun.“ Hallormsstaður: „Á landamörkum Hallormsstaða og Geirólfsstaða er Presta- flói (þrætustykki). Þar norður af eru Húsa- bæjarhlíðar. Þar var setið yfir kvíaám, og einnig eru þar rústir af smalakofum; mun nafnið vera dregið af þeim.“ (Örnefnaskrá Hallormsstaðar, bls. 20). Buðlungavellir / Skjögrastaðir: „Næst fyrir ofan Lækjardal er Fosshlíð (heitir eftir fossum í Grafningsá?). Inn af henni er Ljós- kollumelur. Dregur nafn af hryssu sem fennti þar. Á melnum eru rústir af smalakofa, og Gunnlaugur [M. Kjerúlf] segir að nú sé þarna nefnt Smalaskálaalda.“ Hrafnkelsstaðir: „Þar upp af er Byrgis- hjalli, á efri brún hans er gamalt smalabyrgi.“ Þetta er í miðju fjalli upp af Skipabotni, sem er við Jökulsá um ½ km innan við bæinn. „Upp af Brandsöxl er Brandsaxlarflói. En ofan við flóann er Smalaskálaalda, og er hún hæst á hálsinum í þessu landi og um leið á merkjum að austan á óskiptu landi.“ Brandsöxl er á Víðivallahálsi á merkjum við Víðivelli ytri, það er í um 550 m hæð y.s. Klúka: „Inn af Selhjalla er Selhjalla- krókur, en fremst og efst í Urðunum er Smalaskálahraun.“ Urðirnar eru berghlaup úr Sóleyjarbotnum, sem eru í miðju fjalli, innan og ofan við bæinn. Víðivallagerði: „Spölkorn innan við Þing- mannaklif er Geldingasteinn, og smalakofi er suðvestan undir honum.“ Þessi kofi er líklega stutt fyrir ofan Gerðisbjarg. „Framan við Kerlingarlæk heitir Tréhraun, það liggur suður fjallsbrúnina. Inn af því á brúninni er hvilft í Hálsinn [Víðivallaháls], og norðan við Svartöldu heitir Slakki; þar er Sigmundar- kofi og Fýrka, varða.“ Þorsteinn Pétursson sem ólst upp í Gerði, segir að þriðja smala- kofatóttin sé ofar í fjallinu, hérumbil beint upp af bænum, ofan við botna sem kallast Drangadalir. Það er eina dæmið um þrjá smalakofa á einni jörð, sem ég þekki. Báðir síðarnefndu kofarnir eru hátt í fjallinu. Egilsstaðir: Smalakofi er í fjallinu við Fremri-Þórisstaðalæk, ofan við Selhlíð, hlað- inn úr hellum, enn mjög heillegur. Páll Pálsson skoðaði kofann og myndaði 1991, í fylgd með Benedikt Jónassyni frá Þuríðarstöðum. Páll lýsir kofanum svo: „Byrgið stendur á hjalla, allhátt upp í hlíð- inni við Þóris(staða)læk fremri. Er alveg byggt úr hellugrjóti og hangir enn uppi. Dyr snúa til suðurs, fram dalinn. Sér í topp- inn á Snæfelli frá kofanum.[...] Hæðin til lofts mun ekki ná 100 sm. Annað, mjög lítið byrgi, virðist hafa verið við hliðina á smalabyrgi þessu, og sjást leifar þess á annari myndinni - er dalsmegin við kofann. Við Benni giskuðum á að það hefði verið fyrir hundinn. Mannvirki þetta er í landi Egilsstaða. Stendur rétt utan við fremri Þórislækinn, á rana sem myndast milli
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.