Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Side 85
84
Múlaþing
líta á sem aðdraganda að því námskeiðahaldi,
sem hófst eftir daga tilraunastöðvarinnar og
fjallað er um hér. Hins vegar er sjálf forsendan
fyrir því námskeiðahaldi fyrst og fremst
bundin þeirri staðreynd að stöðin var lögð
niður.
Hugmyndin um námskeiðahaldið að til-
raunastöðinni genginni, var sett fram af svo-
nefndri Heimanefnd um framtíðarhlutverk á
Klaustri eftir þessi umskipti, en hana skipuðu
þeir Björn Hafþór Guðmundsson frá SSA,
Aðalsteinn Jónsson frá BsA og séra Bjarni
Guðjónsson, sóknarprestur á Valþjófsstað í
Fljótsdal frá hreppsnefndinni þar. Ýmsar aðrar
hugmyndir komu vissulega fram, án þess að
vera tíundaðar hér, enda féll námskeiðahug-
myndin í sérlega góðan jarðveg heima fyrir
og ekki síður hjá búfræðslunefnd, en formaður
hennar var þá Sveinbjörn Dagfinnsson, ráðu-
neytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu. Ekki
skemmdi heldur að skólastarfsemi var nefnd
á óskalista gefenda jarðarinnar, eins og fram
hefur komið.
Eftir að þessi ráðstöfun var samþykkt af
öllum hlutaðeigandi aðilum syðra og eystra,
var strax hafist handa fyrir og upp úr ára-
mótum 1991–92. Af hálfu heimamanna vann
Búnaðarsamband Austurlands í þessu af krafti
í samvinnu við bændaskólana, Garðyrkjuskóla
ríkisins og Framleiðnisjóð landbúnaðarins og
var ákveðið að koma á og auglýsa sex þriggja
daga námskeið á Klaustri í apríl og maí 1992.
Að frumraun námskeiðahaldsins á
Skriðuklaustri lokinni með vorönn 1992 má
lesa eftirfarandi í starfsskýrslu undirritaðs á
aðalfundi það ár: ,,Í heild verður ekki annað
séð en að þessi frumraun í námskeiðahaldi
á Skriðuklaustri hafi tekist mjög vel að svo
Hópmynd frá fyrsta námskeiðinu á Skriðuklaustri eftir daga Tilraunastöðvarinnar, Bændabókhaldi 1.-3. apríl
1992. Talið f.v.: Halldór Gíslason, ráðunautur hjá BsA, Þórarinn Sólmundarson, kennari, Bændaskólanum á
Hólum, Alda Jónsdóttir, Fossárdal, Jónas Guðmundsson, Hrafnabjörgum, Bergljót Þórarinsdóttir, Egilsstöðum í
Fljd., Sigurður Jónsson, Kirkjbæ, Margrét Johnson, Glúmsstöðum, Jón Björnsson, Skriðu, Freyja Gunnarsdóttir,
starfsm. á skrifstofu BsA, Hlíðar Eiríksson, Hlíðarhúsum, Jón Atli Gunnlaugsson, umsjón og kennsla, BsA, Elís
Hrafnkelsson, Galtastöðum út, Pétur Örn Þórarinsson, framan við foreldra sína, Þórarinn Lárusson og Guðborgu
Jónsdóttur á Klaustri, Jóhann Þórhallsson, síðar bóndi í Brekkugerði.