Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 122

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 122
121 „Sér hún hátt og vítt um veg“ - hinsta hvíla konu frá 10. öld á Vestdalsheiði. skammt frá Lófóten. Þeir sem grófu hana upp kölluðu hinn látna „drottninguna“. Það reyndist margt athyglisvert við þessa gröf, til að mynda það að „drottningin“ var hlekkjuð niður í útjaðri grafreitsins. Nánari skoðun á gröfinni á Hagbardholmen vakti Sigurð til umhugsunar um það hvort „fjallkonan“ gæti hafa verið völva eða seiðkona og var það vegna hins mikla fjölda perla sem fannst á uppgraftarstað. Benti hann á máli sínu til stuðnings að í Eiríks sögu rauða er nákvæm lýsing á völvu og búnaði hennar, þar á meðal fjölda perla (Guðbergur Davíðsson o.fl., 2013; Svavar Hávarðsson, 2012, 15. júlí). Valgerður H. Bjarnadóttir taldi ennfremur að „fjallkonan“ hefði verið völva sem ferðaðist á milli bæja (Valgerður H. Bjarnadóttir 2005) og Bjarni F. Einarsson að hún hefði verið farandsölukona perlna (Guðbergur Davíðsson o.fl., 2013; Bjarni F. Einarsson, 2015, bls. 258). Hér má sjá mynd af vettvangi í stór- grýtisurð á Vestdalsheiði (mynd 6) og hluta af þeim perlum sem fundust á uppgraftarstað á myndum 7, 8, 28 og 29. Rannsóknaraðferð Andrew Sayer hefur lýst síð-fræðilegri rannsóknaraðferð þannig að á meðan aðrar fræðilegar nálganir spyrja einhliða og óhlut- bundinna spurninga til að skilja marghliða og hlutrænar aðstæður, bjóði bæði þverfaglegar og síð-fræðilegar rannsóknaraðferðir upp á nálgun þar sem röksemdarfærslu er fylgt hvert sem hún leiðir, í stað þess að henni sé aðeins fylgt í rörsýn að mörkum hvers fags fyrir sig – þar sem aðilar úr mismunandi fögum leggja fram eigin rök á bak við þunna grímu samstarfs, en hver og einn er í raun fangi eigin fags. Síð-fræðileg aðferð fer með þessum hætti yfir mörk fræðigreina í frjálsu flæði hugmynda og lærdóms. Þessi rannsókn fór vítt og breitt, á breiðara sviði en höfundur hafði möguleika á að afla sér sérfræðiþekkingar á, með það að leiðarljósi að tilgangurinn væri að komast að niðurstöðu um hverja og eina „vísbendingu“ og því var leitað til nokkurra sérfræðinga og leitað álits þeirra og gerðar nýjar sjálfstæðar greiningar. Gripir og gögn í nýju ljósi Efniviður rannsóknarinnar var skoðaður út frá síð-fræðilegu (post-discipline) sjónarhorni. Byrjað var á því að skoða nánar og ljósmynda alla gripi tengda fundarnúmerinu 2004-53. Þá voru gripir kannaðir út frá ástandi, tækni, efni og vinnslu. Gripirnir voru vigtaðir og mældir, samhliða því að vera greindir með uppruna í huga og aldur en einnig tengsl við sjálfsvitund (e. identity) og hlutverk „fjallkonunnar“. Um leið var búin til fundaskrá (viðauki a) og ljós- myndaskrá af myndum af vettvangi (viðauki b), bæði til að gera gögnin aðgengileg fyrir Mynd 7. Hluti af grænum perlum fjallkonunnar, með Þjmsnr. 2004-53-52. Ljósm.: Rannveig Þórhallsdóttir. Mynd 8. Hluti af gylltum perlum fjallkonunnar, með Þjmsnr. 2004-53-55. Ljósm.: Rannveig Þórhallsdóttir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.