Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 159
158
Múlaþing
Árið 1938 sigldi Grete ein til Kaupmanna-
hafnar, þau Gunnlaugur slitu samvistir og
skildu að lögum 1940. Danmörk var þá her-
numið land.
Efnahagsþrengingar þær hinar miklu sem
kallaðar voru heimskreppan höfðu 1933 legið
eins og mara á efnahagslífi Evrópu og Ame-
ríku í tæpan áratug; Ísland hafði orðið illilega
fyrir barðinu á þeirri kreppu. Markaðir fyrir
íslenskar útflutningsvörur höfðu lokast en
það hafði í för með sér víðtækt atvinnuleysi
hérlendis og almenn fátækt gerði því næst
víða vart við sig í landinu. Það var ekki fyrr
en um 1935 að spurn eftir íslenskum útflutn-
ingsvörum tók aftur að aukast suður á Spáni
og í Portúgal þar sem löngum hafði verið einn
helsti markaður Íslendinga fyrir sólþurrkaðan
saltfisk, verðmætustu útflutningsvöru okkar
á þeim tíma.
Íbúafjöldi landsins var þá rétt um 100
þúsund en kaupstaðirnir Ísafjörður, Seyðis-
fjörður og Akureyri auk Reykjavíkur skáru sig
nokkuð úr að því leyti, að á þessum stöðum
bjó þá heldur fleira tiltölulega betur efnað
fólk en annars staðar á landinu.Uppgangstími
Seyðisfjarðar telst annars vera frá því um 1880
og stóð fram yfir 1930 eða í rúm 50 ár þegar
nokkuð tók að halla undan fæti efnahagslega í
kaupstaðnum og raunar á Austfjörðum öllum.
Með bættum efnahag hafði á fyrri áratugum
náð að þróast nokkuð öflugt og fjölbreytt
félagslíf í bænum, í þá daga þótti yfirleitt
viss menningarbragur á bæjarlífinu á Seyðis-
firði, áhugi á menningarmálum var þar jafnan
allmikill, prentsmiðja, blaðaútgáfa, íþróttir
stundaðar, hljóðfæraeign nokkuð algeng og
tónlist bæði iðkuð og samin. Þar samdi og
frumflutti Ingi T. Lárusson sum þekktustu
sönglög sín; Steinn Stefánsson fékkst þar
Gunnlaugur Scheving.Grete Linck.